28.7.06

Stríðsblogg

Í dag er grein í Wall Street Journal um bloggara í Ísrael og Líbanon sem eru að skrifast á. Á hverjum einasta degi eru blöðin full af greinum um hvað er að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs og í mið-austurlöndum. Hversu margar sprengjur voru sprengdar í þessari borg, hversu margir létu lífið, hvað eru politísku leiðtogarnir að segja um hvorn annan og svo framvegis. Maður fær það á tilfinninguna að flestir þarna eru hermenn eða konur með smábörn á hlaupum. Blogg fréttin var svaka góð því hún gaf manni ekki bara innsýn í hvað er venjulegt fólk á báðum vígstöðum er að hugsa, heldur líka áttar maður sig á því að það er bara venjulegt fólk sem býr þarna. Unglingar og fullorðið fólk sem eru nemendur og útivinnandi fólk og alveg miður sín yfir þessu ástandi. Alveg eins og við yrðum miður okkar ef einhver færi að sprengja í sundur Miklubrautina og Borgarspítalann.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?