20.7.06
að koma sér í form
Von er á drengjum hingað til Chicago í byrjun september mánuðs og munu þeir vera í topp formi. Það er hvati þess að við hjónin erum í alsherjar átaki. Eða þannig. Ekkert nammi át og fórum í klifurhúsið í kvöld. Svolítið gott.
Hyggjumst við fara með þessa pilti út í rauða náttúruna sem Kentucky nokkuð fylki hefur upp á að bjóða. Heitir það Red River Canyon eða bara at the Red. Ég veit ekki hvað ég er að reyna að vera svona háfleyg, er bara eitthvað svo ánægð með okkur. Í kvöld var silungur bakaður í ofni með hrísgrjónum og tómat-salati. Voða hollt. Núna er heilhveiti brauð í ofninum, við vöknum fyrir allar aldir og erum svaka dugleg.
Jæja, ég er allavegana svaka spennt fyrir því að fara í klifurferð. Fyrst förum við reyndar í kanó ferð með vinum okkar Angie og Justin sem við sjáum ekkert í allt sumar því Angie er að vinna hjá NASA í DC og hennar ektamaður fylgir henni bara þangað.
Hyggjumst við fara með þessa pilti út í rauða náttúruna sem Kentucky nokkuð fylki hefur upp á að bjóða. Heitir það Red River Canyon eða bara at the Red. Ég veit ekki hvað ég er að reyna að vera svona háfleyg, er bara eitthvað svo ánægð með okkur. Í kvöld var silungur bakaður í ofni með hrísgrjónum og tómat-salati. Voða hollt. Núna er heilhveiti brauð í ofninum, við vöknum fyrir allar aldir og erum svaka dugleg.
Jæja, ég er allavegana svaka spennt fyrir því að fara í klifurferð. Fyrst förum við reyndar í kanó ferð með vinum okkar Angie og Justin sem við sjáum ekkert í allt sumar því Angie er að vinna hjá NASA í DC og hennar ektamaður fylgir henni bara þangað.