27.7.06
Hversdagsleikinn
Vitur kona sagði einu sinni við dóttur sína sem var oft eirðarlaus og ósátt við lífið, "að hún yrði að sættast við hversdagsleikann". Þetta hefur mér alltaf þótt mjög hughreystandi þegar manni finnst lífið manns hundleiðinlegt. Þá þarf maður bara að muna það að það væri aldrei skemmtilegt ef það væri alltaf skemmtilegt og sættast síðan við þennan óhjákvæmilega hversdagsleika.
Þá er maður hamingjusamari fyrir vikið og lífið manns verður aftur skemmtilegt. Jei!
Þá er maður hamingjusamari fyrir vikið og lífið manns verður aftur skemmtilegt. Jei!