21.7.06
Hitnun jarðar: Alvöru vandamál
Ég verð alveg hoppandi þegar ég les skrif nokkurs fyrrverandi skólafélaga míns er hann skrifar á síðum er kenna sig við Heimdall. Þar er að finna setningar eins og "Í takt við trú þeirra sem trúa á hitnun jarðar munu jarðarbúar þurfa búa við hærri meðalhita. " Þetta er ekki spurning um að trúa heldur kynna sér málið. Af hverju neitar fólk að horfast í augun við raunveruleikann? Fólk sem er búið að mennta sig í virtustu menntastofnun Íslands. Fólk sem þykist hafa umfram þekkingu sem almenningur ætti að treysta.
Þetta kennir manni kannski að treysta ekki nokkru sem stendur á internetinu. En það er líka ömurlegt. Netið er svo fullkominn miðill til að ná til margra í rauntíma. Ég er alveg brjáluð yfir þessu. Þess vegna hef ég ákveðið að skrifa grein í moggann um það sem titill þessarar færslu segir. Best ég geri það nákvæmlega núna.
Það hefur borið á því á íslenskum síðum internetsins að staðreindir eru teknar í efa. Það er kannski í málfrelsi í þessu landi og fólki frjálst að hafa skoðun, en það er ekki í lagi að fara rangt með staðreyndir mikilvægra málefna til þess eins að skjóta niður stjórnmálamenn.
Lofttegundir eins og vatnsgufa, koldíoxíð og metan kallast gróðurhúsa-lofttegundir vegna þess að þær gleypa innrauða geislun. Innrauð geislun er hiti sem kemur frá jörðinni sem er heit vegna þess að sólin skín á hana. Gróðurhúsalofttegundir gleypa þessa innrauðu geislun og geisla henni aftur frá sér í allar áttir, en meðal annars til jarðar aftur. Þetta hitar jörðina þónokkuð. Án nokkurra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar væri hitastig hér um -20 C. Gróðurhúsaáhrifin eru því forsenda þess að á jörðinni er vatn en ekki ís og að við getum lifað hér góðu lífi. Þetta er hvorki álitamál né ný uppfinning. Vísindamaðurinn Svante Arrhenius skrifaði um þetta vísindagrein árið 1896.
Annað sem ekki er álitamál er að koldíoxíð og hitastig hafa jákvæða fylgni. Á ísöldum er magn koldíoxíðs í loftinu lágt (~180 ppm), en á hlýskeiðum er það hærra (~280 ppm). Því hafa vísindamenn komist að með rannsóknum á ískjörnum. Með brennslu jarðefna eldsneytis hefur magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu aukist úr 280 ppm fyrir iðnvæðingu í 380 ppm í dag. Fyrir 50 árum síðan áttuðu menn sig á því að magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu var að aukast þegar ungur nemi að nafni Keeling setti upp mæli á Hawaii og sá að á hverju ári jókst það. Var það kveikjan að því að menn fóru að hugsa um hitnun jarðar sem möguleika og eftir áratuga rannsóknir á öllu sem tengist veðurfari höfum við komist að því að jörðin er að hitna og mun halda áfram að hitna hraðar en nokkurn tíman áður í sögu jarðar.
Ætli ég verði ekki að fínpússa þetta þegar ég er ekki svona BRJÁLUÐ!!! En þetta er allavegana inntakið. Athugasemdir velkomnar.
Þetta kennir manni kannski að treysta ekki nokkru sem stendur á internetinu. En það er líka ömurlegt. Netið er svo fullkominn miðill til að ná til margra í rauntíma. Ég er alveg brjáluð yfir þessu. Þess vegna hef ég ákveðið að skrifa grein í moggann um það sem titill þessarar færslu segir. Best ég geri það nákvæmlega núna.
Það hefur borið á því á íslenskum síðum internetsins að staðreindir eru teknar í efa. Það er kannski í málfrelsi í þessu landi og fólki frjálst að hafa skoðun, en það er ekki í lagi að fara rangt með staðreyndir mikilvægra málefna til þess eins að skjóta niður stjórnmálamenn.
Lofttegundir eins og vatnsgufa, koldíoxíð og metan kallast gróðurhúsa-lofttegundir vegna þess að þær gleypa innrauða geislun. Innrauð geislun er hiti sem kemur frá jörðinni sem er heit vegna þess að sólin skín á hana. Gróðurhúsalofttegundir gleypa þessa innrauðu geislun og geisla henni aftur frá sér í allar áttir, en meðal annars til jarðar aftur. Þetta hitar jörðina þónokkuð. Án nokkurra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar væri hitastig hér um -20 C. Gróðurhúsaáhrifin eru því forsenda þess að á jörðinni er vatn en ekki ís og að við getum lifað hér góðu lífi. Þetta er hvorki álitamál né ný uppfinning. Vísindamaðurinn Svante Arrhenius skrifaði um þetta vísindagrein árið 1896.
Annað sem ekki er álitamál er að koldíoxíð og hitastig hafa jákvæða fylgni. Á ísöldum er magn koldíoxíðs í loftinu lágt (~180 ppm), en á hlýskeiðum er það hærra (~280 ppm). Því hafa vísindamenn komist að með rannsóknum á ískjörnum. Með brennslu jarðefna eldsneytis hefur magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu aukist úr 280 ppm fyrir iðnvæðingu í 380 ppm í dag. Fyrir 50 árum síðan áttuðu menn sig á því að magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu var að aukast þegar ungur nemi að nafni Keeling setti upp mæli á Hawaii og sá að á hverju ári jókst það. Var það kveikjan að því að menn fóru að hugsa um hitnun jarðar sem möguleika og eftir áratuga rannsóknir á öllu sem tengist veðurfari höfum við komist að því að jörðin er að hitna og mun halda áfram að hitna hraðar en nokkurn tíman áður í sögu jarðar.
Ætli ég verði ekki að fínpússa þetta þegar ég er ekki svona BRJÁLUÐ!!! En þetta er allavegana inntakið. Athugasemdir velkomnar.
Comments:
<< Home
Ég held að ég hafi engar athugasemdir, bara hvatningu í að skrifa dúndurgrein. Frábært hjá þér að koma með svona cool framtak.
If you cant do it no one can!
Orri
If you cant do it no one can!
Orri
ps. getur thu ekki lika farid ad vinna a NASA? eru þau ekki með alveg eðal rannsóknir í gangi á þínu sviði?
OJ
OJ
Fínt hjá þér tinnsan mín. Láttu þá heyra það! (En það er staðreyndir en ekki staðreindir..) kveðja, Svava
Skrifa ummæli
<< Home