19.7.06
Góðan daginn Chicago!
Við komumst heil á höldnu til Chicago. Það var svona passlega mikið ævintýri. Flugið lenti í New York og var það vel. Sóttum við bílinn sem var búinn að vera í pössun hjá herra og frú Bernstein seint um kvöld á íslenskum tíma og hugðumst keyra aðeins út fyrir borgina á mótel. Keyrðum og keyrðum, Tinna steinsofandi og Óli sér ekkert mótel, bara svona holiday inn og best western sem er eiginlega of dýrt fyrir okkur. Síðan, allt í einu sér hann glitta í pínulítið skilti, "Honey Spot - Motor Lodge" í vegakantinum. Skiltið gefur til kynna að þetta gæti verið góður gististaður fyrir pyngjuna.
Hér gæti verið heil málsgrein um hversu hrikaleg mótel geta verið en ég læt það nægja að segja að mér leist ekki á að fara úr hettupeysunni og svaf með hettuna á mér. Eftir þetta fengum við okkur directoryið hjá motel 6 sem er dúndur gott mótel og líka svaka ódýrt. Við vöknuðum náttúrulega fyrir allar aldir sem var gott og vorum komin til Boston til félaga okkar Elliot eldsnemma þrátt fyrir að þurfa að keyra heillengi. Það var mjög gaman að heimsækja hann og hans kærustu en við höfum verið vinir alla okkar tíð hér í Chicago og var hann að flytja í burtu í vor.
Bílferðalagið frá Boston til Chicago var frekar viðburðalaust, en alltof heitt. Bíllinn ofhitnaði og við líka. Við stoppuðum í Buffalo og fengum okkur vængi. Einhversstaðar keyptum við kirsuber og kom það þá í ljós að ég er með ofnæmi fyrir þeim. Uhuhu. Mér sem finnast kirsuber svo góð. En reyndar dettur mér ekkert í hug sem ég væri sátt við að vera með ofnæmi fyrir, nema kannski svið, allt annað finnst mér gott. Jæja, við erum allavegana komin til Chicago og þá er best fyrir mig að reyna að koma mér að verki að skrifa þessa blessuðu grein.
Hér gæti verið heil málsgrein um hversu hrikaleg mótel geta verið en ég læt það nægja að segja að mér leist ekki á að fara úr hettupeysunni og svaf með hettuna á mér. Eftir þetta fengum við okkur directoryið hjá motel 6 sem er dúndur gott mótel og líka svaka ódýrt. Við vöknuðum náttúrulega fyrir allar aldir sem var gott og vorum komin til Boston til félaga okkar Elliot eldsnemma þrátt fyrir að þurfa að keyra heillengi. Það var mjög gaman að heimsækja hann og hans kærustu en við höfum verið vinir alla okkar tíð hér í Chicago og var hann að flytja í burtu í vor.
Bílferðalagið frá Boston til Chicago var frekar viðburðalaust, en alltof heitt. Bíllinn ofhitnaði og við líka. Við stoppuðum í Buffalo og fengum okkur vængi. Einhversstaðar keyptum við kirsuber og kom það þá í ljós að ég er með ofnæmi fyrir þeim. Uhuhu. Mér sem finnast kirsuber svo góð. En reyndar dettur mér ekkert í hug sem ég væri sátt við að vera með ofnæmi fyrir, nema kannski svið, allt annað finnst mér gott. Jæja, við erum allavegana komin til Chicago og þá er best fyrir mig að reyna að koma mér að verki að skrifa þessa blessuðu grein.