4.7.06
Fourth of July
Þjóðhátíða dagur Bandaríkjanna er í dag, dagurinn sem þeir fengu fullveldi frá Bretum. Ljómandi gott mál.
Mér finnst mjög yndislegt að vera hérna á Íslandinu mínu. Þótt allir kvarti og kveini yfir veðrinu er ég hæstánægð með það, það er svo frískandi að hafa rok og rigningu. Fyrirgefðu mamma mín. Það er líka ómetanlegt að eiga svona marga vini og skyldfólk. Ég hugsa að ég vilji flytja hingað hið fyrsta. Þótt það sé alveg ágætt vestanhafs.
Ég lét loks gamlan draum rætast á sunnudaginn. Hóaði saman vinum okkar Óla og við fórum í gönguferð um Reykjadal. Það voru þrettán manns sem héldu af stað upp hlíðina, létt í fasi og klæðaburði. Síðan kom demba og allur skarinn hljóp eins og fætur toguðu aftur í bílana. Þetta hlýtur að hafa verið skondin sjón fyrir aðra ferðamenn sem voru að tína saman dótið sitt þarna á bílastæðinu. En þá höfðum við, flest nema Svava, gleymt að fara í regnkápu, það var jú ekkert svo rigningalegt, en sáum þarna að annað kom ekki til greina. Allavegana, þetta var svaka gaman, allir komust á leiðarenda sem var heitur og notalegur lækur, og höfðu gaman af. Síðan fór hluti ferðafélaga í Sundlaugina í Laugaskarði, þá afbragðs sundlaug. Þar hitti ég Ágústu mína og síðan ömmu mína og afa á heilsuhælinu. Í lok dags var grillað í litla sæta sumarhúsinu hennar Rut heitinnar og við Ásta settum örugglega hálft heimsmet í banana-með-súkkulaði-áti. Ungu mannanna til mikillar skemmtunar.
Mér finnst mjög yndislegt að vera hérna á Íslandinu mínu. Þótt allir kvarti og kveini yfir veðrinu er ég hæstánægð með það, það er svo frískandi að hafa rok og rigningu. Fyrirgefðu mamma mín. Það er líka ómetanlegt að eiga svona marga vini og skyldfólk. Ég hugsa að ég vilji flytja hingað hið fyrsta. Þótt það sé alveg ágætt vestanhafs.
Ég lét loks gamlan draum rætast á sunnudaginn. Hóaði saman vinum okkar Óla og við fórum í gönguferð um Reykjadal. Það voru þrettán manns sem héldu af stað upp hlíðina, létt í fasi og klæðaburði. Síðan kom demba og allur skarinn hljóp eins og fætur toguðu aftur í bílana. Þetta hlýtur að hafa verið skondin sjón fyrir aðra ferðamenn sem voru að tína saman dótið sitt þarna á bílastæðinu. En þá höfðum við, flest nema Svava, gleymt að fara í regnkápu, það var jú ekkert svo rigningalegt, en sáum þarna að annað kom ekki til greina. Allavegana, þetta var svaka gaman, allir komust á leiðarenda sem var heitur og notalegur lækur, og höfðu gaman af. Síðan fór hluti ferðafélaga í Sundlaugina í Laugaskarði, þá afbragðs sundlaug. Þar hitti ég Ágústu mína og síðan ömmu mína og afa á heilsuhælinu. Í lok dags var grillað í litla sæta sumarhúsinu hennar Rut heitinnar og við Ásta settum örugglega hálft heimsmet í banana-með-súkkulaði-áti. Ungu mannanna til mikillar skemmtunar.
Comments:
<< Home
Hæ Tinna! Takk fyrir síðast:) Þetta var æðisleg og yndisleg ganga. Mikið ofboðslega er Reykjadalurinn fallegur. Mjög vel heppnað allt saman. Endilega láttu mig vita ef þið eruð eruð að plana aðra göngu, you can count me in:)
Skrifa ummæli
<< Home