15.7.06

Flutt og farin

Jess! Mamma er flutt í nýja húsið. Til hamingju aftur mamma! Og við Óli erum á leiðinni til Ameríku, södd og sæl með hvalkjöt í mallanum.

Við erum búin að hafa það svo gott hér og það er búið að vera svo yndislegt að vera á Íslandinu okkar með vinum og ættingjum, í náttúrunni og borginni, að ég vil helst ekki fara. Og það er aldrei að vita hvort við komumst. Það ku vera verkfall á vellinum og er ég spennt að vita hvort við verðum í háloftum eða bláa eftir tvo og hálfan tíma.

Hlakka til að sjá ykkur öll sem fyrst aftur. Passið upp á hvert annað og landið mitt meðan ég er í burtu. Bless í bili og takk fyrir mig.

Comments:
Takk kærlega fyrir innlitið, það var ótrúlega gaman að hitta þig. Vonum að það verði ekki eins langt þar til næst.
 
Takk fyrir að kíkja heim! Gaman að fá ykkur á klakann... Kv. Sigurdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?