11.7.06

Ellefti júlí

Er merkisdagur. Orri litli bróðir er tuttugu og tveggja í dag. Sæti litli bróðir minn sem er að freista gæfunnar í suður ameríku. Einnig voru Hvalfjarðargöngin opnuð þennan dag fyrir 8 árum. En það er auka.

Loksins gátum við hjónin komist út fyrir borgarmörkin. Á miðvikudaginn fórum við norður í land á Hóla að heimsækja Siggú æskuvinkonu mína. Hún býr þar í sumar meðan hún rannsakar fiskprótein og reynir að finna upp á nýju til surimi. Þegar við vorum búin að njóta sveitasælunnar á Hólum héldum við í sveitasæluna á Snæfellsnesi. Fengum alveg yndislegt veður þar og hittum stórfjölskylduna hans Óla. Hún var að vanda í dúndurstuði og áttum við góðar stundir. En nú má ég ekki vera að þessu blaðri, móðir mín er eins og hvirfilvindur hérna með kassa og poka útum allt og sýnist mér að ég verði að taka þátt í þessum stormi.

Comments:
Til hamingju með Orra, og til hamingju frændi ef þú sérð þetta!! Ég man þennan merkisatburð eins og hann hafi gerst í gær, keyrði úteftir, á Hosleveien, um miðja nótt til að passa þig á meðan Orri kom í heiminn á Bærum Sykehus!! Þá voru líka kassar og pokar út um allt og þið á leið til Íslands....
 
Ég fæddist líka á Bærum sykehus...jej! En til hamingju með Orra :)
 
Ég man það líka, um morguninn fórum við til Bjössa og Vals í morgunmat, þá voru þeir löngu búnir (náttúrulega) en ég fékk Sana Sol sem ég fékk aldrei heima hjá mér en vissi fátt betra.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?