12.6.06

Siglt inn í New York

Mánudagurinn 5. júní

Loksins loksins fengum við að skrúbba dekkið. Vindur var ekki upp á marga fiska, 1 til 2 vindstig og þó svo við kepptumst við að setja upp öll seglin þá komumst við varla áfram. Ekki er hægt að láta tímann fara til einskis svo mate Carter fékk okkur það verkefni að skrúbba dekkið hátt og lágt. Og ekki var vanþörf þar á, saltrendur útum allt.

Ég skrifaði ekki mikið þessa tvo seinustu daga því við fengum eiginlega engan svefn. Eftir þessa vakt frá 0700 til 1300 var skóli og prógram til klukkan 1700, þá unnum við Taryn aðeins í verkenfinu okkar en ég var með henni og öðru kríli í hóp. Við rannsökuðum gögnin úr rósettunni sem var þessi græja sem safnaði vatni á mismunandi dýpi. Síðan vorum við á vakt frá 2300 til 0300 og vöknuðum í bítið til að skrúbba skipið hátt og lágt. Bókstaflega. Enginn flötur var undanskilinn. Síðan vorum við aftur á vakt frá 1300 til 1900 og þá var hátíðar-kvöldmatur og síðan presentasjónir af verkefnunum. Við vorum akkeruð í the Hudson Harbor, allir voru með plaggat og smá tölu um verkefnið sitt á þakinu á the dog house sem er stýrihúsið (?). Ég var með smá ljóð í lokin, eins og sæmir sönnum Íslendingi. Alveg uppgefin eftir alla þessa vöku vöknuðum náttúrulega samt í bítið til að sjá þegar við sigldum framhjá frelsisstyttunni og höfninni þar sem innflytjendurinir komu inn í den. Það var slagveður mikið og ausandi rigning. Mjög geggjað.

Þegar við vorum að leggja að höfn kom í ljós að ekki var nóg pláss fyrir skipið okkar að komast í stæðið sitt og upphófst þá heljarinnar mikið spil til að koma því í gegn að við fengum nóg pláss. Skipstjórar bátanna sitt hvoru megin við stæðið okkar neituðu að færa sig. Klukkan var sex um morgun og hafnarstjórinn ekki mættur, það var bara næturvörður við stjórn og hann var algjör linkind. Carter hafði farið út í gúmmíbát að reyna að tjónka við einhvern á staðnum til að fá stæðið okkar nógu langt og tók við skipunum frá kapteinnum úr talstöð. Að lokum kom í ljós að enginn vildi færa sig og ekki var hægt að ná í hafnarvörðinn, Carter var ráðalaus, það leit út fyrir að við myndum bara ekki geta lagt. Ég spurði eina stelpu úr áhöfninni hvað við myndum gera ef við gætum ekki fengið þetta stæði. Hún sagði að Beth myndi redda þessu, við myndum alveg fá stæðið. Hún sagði þá Carter, sem er by the way svakalegur sjarmör og sjómaður inn í bein frá Kaliforníu, að sjarmera annan skipstjórann, sem var líka kona, lofa henni öllu fögru og segja að hún sé a doll. Og hún var ekkert að grínast. Síðan bað hún annan kokkinn að skella bananabrauði í ofninn. Við fengum nógu mikið pláss og skipstjórinn fékk rjúkandi banananrauð.

Og þannig lauk sjóferð þeirri.

Comments:
Það er aldeilis að þú ert orðin sigld. Glæsilegt
Kv. Anna
 
Algert ævintýri og gaman að fylgjast með ! Þú getur auðvitað skellt þér í Fjöltækniskólann (gamla Stýrimannaskólann) og farið á sjóinn !!
 
Rosalega lýst mér vel á thessa sjóferd, ég hugsa ég skelli mér bara á sjóinn eftir thessa lesningu!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?