8.5.06

Jei!

Það finnst mér gott að fólk er mismunandi. Í deildinni er svaka kúl prófessor sem ég fíla geðveikt vel en flestum kemur ekki vel saman við hann af mismunandi ástæðum. Núna gengur mér ekki vel að vinna með gaur sem reyndar gengur ekki vel að vinna með neinum nemendum, en mér kemur geðveikt vel saman við þennan gæja. Það er mjög notalegt að þó manni komi ekki vel saman við nokkra kemur manni vel saman við nokkurn sem öðrum kemur ekki vel saman við.

Ég var semsagt loksins að ávarpa umræddan mann og hann var til í að finna upp á verkefni sem ég gæti spáð í. Hann er svo kúl þessi maður, hann spáir í allskonar hlutum, er með fullt af hugmyndum um samspil íss, lofts, sjós og líffræði og finns gaman að gera einföld líkön til að skilja afmörkuð konseft. Þannig að nú er það komið á hreint hvað ég geri í haust. Jibbí!

Og ég er ekki ólétt. Það er ekki á dagskránni heldur.

Á dagskránni er að sigla í Atlantshafinu, skoða New York City in the summer, fara heim til Íslands, koma aftur til Chicago, chilla in the mid-west...

Comments:
Til hamingju með að vera búin með ritgerðina og gott að heyra að þú ætlar að takast á við skemmtileg verkefni í framtíðinni. Bjössa þætti örugglega mjög gaman að ræða við þig um samspilið allt saman :-)
Hlökkum til að sjá þig í sumar!
Koss og knús frá okkur öllum
 
Takk Begga, reyndar var þetta ekki aðalritgerðin sem ég var að klára, bara ein svona vikuleg í sambandi við kúrs sem ég er í. Aðalritgerðin er enn í vinnslu. Ég hlakka líka ofsalega mikið til að koma heim og hitta alla núna bara eftir örfáar vikur. Ég verð endilega að fá góða stund með ykkur til að spjalla um hvernig það er að vera á suðurskautslandinu...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?