13.3.06
Yfirum
Já ég er sko að fara yfirum á þessu próflestrar standi.
Óli er að gera sveppasúpu from scratch og soðið í hana ilmar svaka vel. Hann er ekki kominn lengra en þetta lofar mjög góðu.
Ég fór í dag að reyna að redda einhverju skatta máli. Fer í payroll og tala við Pam. Pam í payroll. Um leið og ég heyrði þetta leist mér ekki á blikuna. Ég er alveg sérstaklega léleg í að díla við svona týpur. Óli er mjög góður í því og við förum yfir það sem ég á að gera oft. Hvað á ég að segja, hvað er það sem ég vil fá að vita. Ef hún segir nei, hvernig á ég að bregðast við. Ég er búin að lesa klausur í skattalögunum og til í slaginn.
Ég þarf náttúrulega ekki að útlista það sérstaklega hvernig þetta samtal fór. Ég fór allavegana heim. Hágrátandi. Og það sem meira er, mig langar ekkert að vera góð í því að díla við þennan geira mannkynsins. Ég sé að það myndi vera mjög heppilegt, sérstaklega fyrir mig, líka Óla, ef ég gæti höndlað þetta lið sem er súrt, bullar, vill ekki hlusta á það sem maður hefur að segja og heldur að það geti stjórnað öllu. En í fyrsta lagi þá er ég alltaf að reyna að læra á svona leikrit og gengur ekki neitt og í öðru lagi, þá sýnist mér þetta vera bara venjulegt fólk eins og við hin, en, þau eru í stríði. Við okkur. Þetta skrifstofu fólk heldur náttúrulega að við séum að reyna að klekkja á því og svindla sér eitthvað, annars væri það ekki í svona mikilli vörn og með spjótin úti alltaf. Ég hinsvegar er alltaf með hvíta fánann blaktandi. Hann er bara í höfðinu á mér. Þau sjá hann ekki og stinga mig, beint í hjartað.
Óli er að gera sveppasúpu from scratch og soðið í hana ilmar svaka vel. Hann er ekki kominn lengra en þetta lofar mjög góðu.
Ég fór í dag að reyna að redda einhverju skatta máli. Fer í payroll og tala við Pam. Pam í payroll. Um leið og ég heyrði þetta leist mér ekki á blikuna. Ég er alveg sérstaklega léleg í að díla við svona týpur. Óli er mjög góður í því og við förum yfir það sem ég á að gera oft. Hvað á ég að segja, hvað er það sem ég vil fá að vita. Ef hún segir nei, hvernig á ég að bregðast við. Ég er búin að lesa klausur í skattalögunum og til í slaginn.
Ég þarf náttúrulega ekki að útlista það sérstaklega hvernig þetta samtal fór. Ég fór allavegana heim. Hágrátandi. Og það sem meira er, mig langar ekkert að vera góð í því að díla við þennan geira mannkynsins. Ég sé að það myndi vera mjög heppilegt, sérstaklega fyrir mig, líka Óla, ef ég gæti höndlað þetta lið sem er súrt, bullar, vill ekki hlusta á það sem maður hefur að segja og heldur að það geti stjórnað öllu. En í fyrsta lagi þá er ég alltaf að reyna að læra á svona leikrit og gengur ekki neitt og í öðru lagi, þá sýnist mér þetta vera bara venjulegt fólk eins og við hin, en, þau eru í stríði. Við okkur. Þetta skrifstofu fólk heldur náttúrulega að við séum að reyna að klekkja á því og svindla sér eitthvað, annars væri það ekki í svona mikilli vörn og með spjótin úti alltaf. Ég hinsvegar er alltaf með hvíta fánann blaktandi. Hann er bara í höfðinu á mér. Þau sjá hann ekki og stinga mig, beint í hjartað.
Comments:
<< Home
Svona svona, stelpa, hresstu þig við og mundu eftir því að hafa meðferðis skjöld og sverð í svona baráttu. Hvíti fáninn virkar ekki neitt!!! Þú ert íslensk kona og komin af víkingakyni, þar af leiðandi ertu með eindæmum hraust og sterk. Svo ef allt um þrýtur þá er gott að senda manninn í víking.
Elsku Tinna;
þú verður að heyja þínar orustur eins og þér þykir best; sumar vinnur maður og sumum tapar maður....... En ef maður getur styrkt liðið þegar á þarf að halda þá er um að gera að nýta sér það. Til hvers eru annars eiginmenn og eiginkonur!?!?!?
Koss og knús frá Beggu frænku
þú verður að heyja þínar orustur eins og þér þykir best; sumar vinnur maður og sumum tapar maður....... En ef maður getur styrkt liðið þegar á þarf að halda þá er um að gera að nýta sér það. Til hvers eru annars eiginmenn og eiginkonur!?!?!?
Koss og knús frá Beggu frænku
takk stelpur fyrir hvatningarnar. ég má til með að segja ykkur að í morgun hringdi ég á þrjá staði varðandi reikninga og tryggingar og það gekk mjög vel. Ég fékk upplýsingar sem mig vantaði, gat gefið upplýsingar og reddað öllu sem þurfti! Dugleg ég! fór ekkert að gráta.
Súpu díllinn hljómaði vel :)
Annars get ég tekið þig í kúrs hvernig á að díla við þurra bjúrókrata ;) Er sko aldeilis kominn með reynsluna :P
Elli
Skrifa ummæli
Annars get ég tekið þig í kúrs hvernig á að díla við þurra bjúrókrata ;) Er sko aldeilis kominn með reynsluna :P
Elli
<< Home