11.3.06
Veðrið hérna í Chicago
er ekki ósvipað veðrinu heima á Íslandi. Algjörlega ófyrirsjáanlegt. Í dag er yndislegt veður. Börn eru á stuttbuxum og fólk situr á bekk að lesa bók. Ég er reyndar inni að læra fyrir próf en það er gott að vita af því hversu gott fólk hefur það í dag. Mér leiðist heldur ekkert að læra fyrir þetta próf, ég er með svaka gott kaffi og smáköku (hér í Ameríku er ein smákaka á við 12 íslenskar). Og ekki nóg með það heldur þegar prófið er búið, þá get ég loksins einbeitt mér að því að skrifa svolítið og því er ég svaka spennt fyrir.