2.3.06

Taugastrekkjandi

Er að senda leiðbeinandanum sínum uppkast að grein. En ég er búin að fresta því allt of lengi svo núna kýldi ég bara á það.

Ráðstefnan gekk mjög vel. Ég var með plaggat sem minnti mig á plaggatið sem ég gerði með Ólöfu í jarðfræði 103. Það var hálft grænt, hálft svart og áður en við náðum að hengja það upp settist strákur á það. Það var alveg ljótasta plaggatið í MH. En viðfangsefnið var mest kúl. Svartstrókar og Pompeii ormar. Mitt plaggat var frekar ljótt. Því ekki var nóg með að allir aðrir fóru í einhverja okurbúllu til að láta prenta þeirra plakat, en ég prentaði mitt á eldgömlum prentara sem hangir í deildinni minni, þá rann guli liturinn út í miðju kafi svo helmingurinn af plakatinu er mjög fínn. Hinn helmingurinn er fjólublar, blár, bleikur, ljósfjólublár og lillarauður. En ég gat ekki fengið mig til að prenta það út í þriðja skiptið því í fyrsta þá kom svaka galli sem ekki var hægt að sætta sig við og eins og ég segi, þá gat ég ekki reynt í þriðja skiptið.

En það gerði sitt gagn. Einn gæji var geðveikt spenntur fyrir líkaninu mínu. Spurði mig fram og til baka út í minnstu smáatriði og sagði síðan að hann væri með líkan að líffræðiferli í sjónum og með vandamál sem honum sýnist að mitt líkan muni leysa. Honum hafði bara aldrei dottið í hug að hugsa um agnir eins og ég geri! Jibbí jei. Svo við töluðum um að ég myndi vippa forritinu yfir í fortran og smella því inn í hans. Sem sagt vera með samstarf. Collaboration. Svaka kúl. Ég var svo gáttuð yfir því hversu spenntur hann var. Venjulega er fólk bara "huh! og hvaða máli skiptir það eiginlega?" En agna-klíkunni finnst líkanið mitt kúl og það er jú það sem skiptir máli. Þannig að ráðstefnan var success og nú er bara að vita hvað leiðbeinandanum finnst um uppkastið.

Comments:
já svörtu strókarnir okkar og ormarnir sem lifðu af efnatillífun en ekki ljóstillífun voru kúl! Hvaða máli skiptir þó plakatið sé ekki upp á marga fiska... man bara að ég vissi ekkert um þetta áður en við fundum þetta í national geographic... hvaða aumingi settist á plakatið okkar?
En mikið svakalega finnst mér þú klár, roðna bara þegar ég les um líkönin og líffræðiferli. knús
 
"Collaboration"

Mjog toff.

Orri
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?