22.3.06

Syr

Ég fékk skyr í hádegismat í dag. Var það gott? Ójá, það var sko gott. Mmmm. Skyr er svo gott á bragðið. Áferðin er eins og silki. Það er eins og kaldur gustur á heitum sumardegi. Við erum að fara á söngleik í kvöld. Wicked. Ég hlakka svaka til. Fyrst er kvöldmatur með áhrifum frá veitingahúsaferð gærdagsins en við fórum á Frontera grill og fengum nýstárlegan mexíkanskan mat að hætti stjörnukokksins Rick Bayless. Í kvöld verður borðað heima jicama stir-fry og fennel réttur. Báðir þessir réttir koma úr bókinni Vegeterian cooking for everyone eftir Deborah Madison sem er að ég held besta grænmetiskokkabók í heimi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?