3.3.06

Róandi

Er að baka brauð. Óli gaf mér bók um brauðbakstur. Hún er gefin út á fæðingaárinu mínu því það er þema hjá okkur þessa dagana að kaupa notaðar bækur. Allavegana. Ég lærði nokkuð nýtt og það er að, fyrst ég á ekki hrærivél, hræra deigið 300 slög þegar fyrstu tveir bollarnir af hveiti eru komnir í. Einnig lærði ég að fyrstu tveir bollarnir eiga að vera hvítt hveiti. Síðan þegar búið er að slá þessu saman, þá má setja dekkra hveiti.

Þetta hljómar nú eins og voðaleg smáatriði sem skipta engu máli þannig að ég var frekar hissa þegar ég var að hnoða brauðið og það var miklu mýkra og teygjanlegra heldur en áður. Ég hef nefnilega farið algjörlega á mis við þetta í fortíðinni. Þá hef ég varla hrært neitt, bara hnoðað og alltaf sett dökka hveitið fyrst. Meiri vitleysan. Nú sé ég að þetta skiptir öllu máli og er alls ekki smáatriði. En núna er ég að gera bygg brauð og mjög spennt fyrir því að vita hvernig það bragðast. Því mér skilst að það sé með fáu korn tegundum sem vex á Íslandi.

En ástæðan fyrir því að ég er að baka brauð í kringum miðnætti á föstudagskvöldi er margþætt. -Við eigum von á fólki í morgunmat. -Mér finnst hundleiðinlegt að spila póker. -Og þá var svo gaman í skólanum í dag að ég fór ekki heim fyrr en klukkan tíu. Á Hawaii fyllti ég nefnilega flösku af sjó og kom með hana hingað heim til að skoða agnirnar sem í honum er. Og það fór ég að gera í dag. Fékk allskonar tilraunadót lánað, bikar, glærur, pípettur og aðgang að svaka fínni smásjá.

Ég bjóst við að þetta yrði margra viku prósess að setja upp svona athugun en það var nú aldeilis ekki. Ég ráfaði bara eitthvað um deildina í leit að einhverjum sem gæti útvegað mér pípettu og síðan korteri seinna var ég komin með allt sem til þurfti og lykil að labbi. Hrikalega fínt að vera við svona sjálfbjarga stofnun sem er ekki í fjárhagsörðuleikum eða með einhver prótókól. Ég bjóst við að þurfa að fylla út eyðublöð til að mega nota smásjána en það var ekki. Síðan sá ég allskonar agnir, aðalega poop og goo. Á fræðimáli er það fecal pellets og organic carbon. Mest kúl var samt að sjá saltkristalana verða til. Þeir eru teningslaga og glansandi. Og mjög fullkomnir. Þetta var svo gaman að klukkutímarnir gufuðu upp.

Comments:
Hæ Tinna mín, þú ert svo yndislega vísindaleg og forvitin um það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Heimurinn er ríkari með þig í honum;)
Koss og knús, Svava
 
Heió!
Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur þarna úti!
Ég ligg hérna heima með flensuna frá á sunnudaginn - ég meina til hvers að láta sprauta sig með flensusprautu ef hún virkar svo ekkert!!!
Jæja, hafið það gott.
Kv. Sigurdís
 
jæja, hvað ertu svo búin að vera að gera núna meira? Enn að baka brauð?
 
hæ sætu vinkonur mínar. Takk fyrir kveðjurnar, núna er allt að gerast, önnin er að verða búin, við Óli bæði að fara í próf, ég að hamast við að klára heimadæmi. Alveg búin að fá kappnóg af þessum heimadæmum.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?