15.3.06
Politik
Hversu gaman er að lifa í heimi þar sem pólitík er fyndin! Það er einmitt heimurinn sem við búum í. Þessa dagana fá gamlingjar í bandaríkjunum þróunarhjálp frá þróunarlöndum. Þið vitið ekkert um hvað ég er að tala. Forseti Venesúela, sem er kannski ekki þróunarríki en það er allavegana svolítið shaky ástand þar, er að gefa fátæku fólki í norðaustur bandaríkjunum olíu. Það verður til þess að það fólk geti kynt húskynni sín. Bush er alveg hoppandi yfir þessu uppátæki forsetans enda ljóst að hann er bara að reyna að fara í taugarnar á honum.
Mér finnst þetta bráðsniðugt hjá Chavez. Það er ekkert leyndarmál að Bush vill fara í stríð við annað hvert land sem á einhverja olíu og maður fer nú ekki í stríð við lönd sem gefur fólkinu manns olíu. Bush hlýtur að átta sig á því.
Ég sá líka furðulegustu auglýsingu í blaðinu í morgun. Frá peabody (the world's largest private-sector coal company). Þeir vilja meina að kol sé orkulind 21. aldarinnar því hún er svo hrein og ódýr. Ha ha. Á hvaða plánetu býr eiginlega þetta fólk? Hérna er vefsíðan þeirra
Mér finnst þetta bráðsniðugt hjá Chavez. Það er ekkert leyndarmál að Bush vill fara í stríð við annað hvert land sem á einhverja olíu og maður fer nú ekki í stríð við lönd sem gefur fólkinu manns olíu. Bush hlýtur að átta sig á því.
Ég sá líka furðulegustu auglýsingu í blaðinu í morgun. Frá peabody (the world's largest private-sector coal company). Þeir vilja meina að kol sé orkulind 21. aldarinnar því hún er svo hrein og ódýr. Ha ha. Á hvaða plánetu býr eiginlega þetta fólk? Hérna er vefsíðan þeirra
Comments:
<< Home
Þetta fannst mér sniðugt uppátæki hjá Chavez. Þetta er líklega það eina sem virkar á Bush og sennilega það síðasta sem hann átti von á.
Haha, thetta var alveg magnad, ég hló ad minnsta kosti 3 upphátt thegar é las greinina, Chavez er án efa mjog snidugur gaur!
Skrifa ummæli
<< Home