15.3.06

Ofnæmi fyrir fluid mechanics

Þetta mun kannski hljóma eins og hvert annað bull en ég held ég hafi verið með ofnæmi fyrir þessu prófi sem ég fór í í gær. Ótrúlegt en satt, undanfarna 10 daga er ég búin að vera slöpp, með svakalega mikið nefrennsli og hnerrandi á fimm mínútna fresti. Þar sem ég geng síðan í út af mínu heimili í gær, á leiðinni í skólann, hverfur nefrennslið eins og dögg fyrir sólu og hef ekki hnerrað síðan. Bara orðin frísk. Ekkert slen, enginn slappleiki.

Það gekk ágætlaega í prófinu. Ég vaknaði reyndar í morgun hugsandi um eina spurninguna og fattaði að ég hefði gert smá villu. Alveg ömurlegt að vakna þannig en samt, ekki hægt að pirra sig yfir því. Ákvað í staðin að reyna að klára ein heimaverkefni sem ég átti alltaf eftir að gera. Svo ég er að vinna í þeim núna. Mér finnst það hundleiðinlegt því þetta eru svo erfið dæmi að þó ég sé með lausnirnar fyrir framan mig þá skil ég samt ekki alveg hvað er að gerast.

En nú fer að taka við fjörugra skeið. Djamm á föstudaginn með vinum okkar Angie og Justin. Við ætlum að gista, þá getum við farið saman í morgunmat líka og fjörið þarf engan endi að taka. Síðan kemur Þórður mágur með foreldra sína á laugardaginn. Vonandi getum við hresst upp á bridds... tjah, hæfileikana? Mér sýnist vorið vera að koma. Allavegana er sólin byrjuð að gægjast fram. Þá er nú gott að lifa.

Comments:
Af þessu korti er greinilegt að þú verður að taka litla bróðir til fyrirmyndar og skoða fleiri lönd Ameríkunnar. Ég get lofað því að þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Leiðinlegt að heyra hvað það er bilaðislega mikið að gera hjá þér en gott að þú ert orðin hress. Ef þú hringir í mömmu núna mun hún segja þér stórar og miklar gleðifréttir.

Kveðja Orri lilli
 
Ha! Er búið að kaupa hús! gaman að fá kveðju frá lilla Ojo mínum, vona að þið hafið það gott skötuhjú.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?