9.3.06

Góðan daginn

Á hverju ári er ein vika í mars sem er svaka hlý. Núna, rétt fyrir níu um morguninn eru 14 gráður. Undanfarið hefur verið um 0 - 2 gráður. Sem er hitastigið sem kyndingin heldur að sé úti. Svo það er geðveikt heitt hjá okkur núna, gluggarnir eru samt galopnir. Ekki um annað að ræða en að vera bara á naríunum eins og vinkona mín hún Carrie Bradshaw. Ég hélt alltaf að hún væri svona fáklædd til að kærastar og eiginmenn vildu horfa á SATC með konunum sínum, en kannski var bara alltaf svona heitt inní stúdíóinu. Þó skárra að vera á naríunum en að svitna og vera þrútinn á skjánum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?