21.3.06

Fullt hús!

Nei ég er ekki í póker. Tengdó fjölskyldan er í heimsókn. Þau komu á laugardaginn og strax á sunnudaginn fórum við í fjöslkylduboð upp í sveit þar sem ein frænka hans Óla býr og að klifra því það var ákkúrat í leiðinni. Þórður var kátur með það, hann þaut upp um alla veggi og var óstöðvandi en hann er líka búinn að vera þreyttur síðan því þetta er svo mikið puð. Fjölskyldan var hress, þá sérstaklega Bud, sem er árlegur kynnir í þorrablóti Chicago, en það var eitt sem ég vissi ekki og það var það að hann á Hummer. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heimsótti fólk sem á Hummer. Það hafðist.

Ég er svaka dugleg að skrifa grein. Beinagrindin er komin og núna er ég að vinna í hverjum hlutanum af örðum. Svaka gaman. En líka erfitt. Ég hef aldrei skrifað neitt áður til þess að birta það opinberlega og það er ekki auðvelt. Til dæmis gerir David það miklu betur en ég og væri þá ekki betra að hann myndi bara skrifa? en það þýðir víst ekki að hugsa þannig. Kannski ég geti lært þessa kúnst.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?