23.3.06
Ennþá til
Ég get ekki neitað því að ég er svartsýn á framtíðina. Þegar ég hugsa til allrar framþóunnarinnar sem er að eiga sér stað, í vísindum og hagsæld, sé ég fyrir mér tölvur og bíla á færiböndum, risa fyrirtæki með þúsundir starfsfólks í mannskemmandi vinnu, börnin gleymast í sýndarveruleikaheimi, lautarferðir eru útdauðar, hvað er eiginlega útilega?
Þegar maður er svona svartsýnn þá er það notalegasta í heimi að fara með skóna sína til skósmiðsins og sjá þar fyrir gamlan og ofur sætan Grikkja sem situr á kolli á skóvinnustofunni sinni og horfir útum gluggann. Hann er með hár á nefinu eins og afi Siggi og kátur þó svo hann virtist ekki fá marga kúnna nú til dags. Ég vildi að ég ætti fleiri skó sem væru bilaðir.
Þegar maður er svona svartsýnn þá er það notalegasta í heimi að fara með skóna sína til skósmiðsins og sjá þar fyrir gamlan og ofur sætan Grikkja sem situr á kolli á skóvinnustofunni sinni og horfir útum gluggann. Hann er með hár á nefinu eins og afi Siggi og kátur þó svo hann virtist ekki fá marga kúnna nú til dags. Ég vildi að ég ætti fleiri skó sem væru bilaðir.
Comments:
<< Home
Úff já, stundum þyrmir svona yfir mann. Það er náttúrulega stór hluti af heiminum sem stjórnast af einhverjum undarlegum og afar skammsýnum markmiðum en svo fær maður alltaf á tilfinninguna að þetta reddist að lokum þegar maður sér einhvern eins og gríska skósmiðinn.
Þegar maður er að læra viðskiptafræði er einmitt eins gott að vera svolítið vakandi.
Þegar maður er að læra viðskiptafræði er einmitt eins gott að vera svolítið vakandi.
Ég þarf einmitt að fara með skó í viðgerð. Spurning um að ég sendi þér parið mitt sem þú gætir svo farið með til Grikkjans.
Annars er svartsýni óþörf, því hlutirnig gerast hvort sem við viljum eður ei.
Annars er svartsýni óþörf, því hlutirnig gerast hvort sem við viljum eður ei.
er alveg sammála þér, myndi sko versla við kaupmanninn á horninu á hverjum degi ef ég ætti meiri peninga, eða ef hann væri aðeins ódýrari ! og ég væri alveg til í að fá mjólkurbílinn hingað með mjólkina á flöskum.....og spurning að ég sendi þér skóna mína til viðgerðar !
knús til ykkar frænda.
knús til ykkar frænda.
Ég held að það er löngu búið að sýna sig (og þá sérstaklega í Norður Ameríku) að það að miklu dýrara að versla ekki við kaupmanninn á horninu. Ég væri allavega til í að miðbæjir væru enn til í borgum N ameríku, að vinnandi fólk fengi heilsugæslu og sanngjörn laun.
kveðja
kveðja
Tinna mín, thú aettir nú bara ad kíkja hingad til Brazilíu, borgin mín (Floripa) er eiginlega bara byggd inní skógi,thad er skógur allt í kring og á milli, hús upp um allar hlídar og alveg HELLINGUR af einhverju graenu dóti sem ég kalla tré. Og samt er thetta alveg mjog fín, lítil stórborg med skýjakljúfum og malli og 300.000 manns! (Eyjan rúmar held ég ekki meira, einnig gruna ég tréin um graesku, thau borda orugglega saklausa sapiensa sem haetta sér of nálaegt). Svo ég tali nú ekki um fólkid, mikli fátaegt já en líka mikil ást og rólegheit í loftinu. Nálaegt mér er nokkurs konar fátaekrarhverfi (samt ekkert svakalega slaemt) sem ég labba í gegnum thegar ég fer úr straetó, flaekingshundar á gotunni, feit svertingjakona sem hengir upp thvott, madur sem sefur í hengirúmi á verondinni. Ekkert sýndarveruleika rugl!
Thetta er N-Ameríkan sem gerir thig svona svartsýna.
Nei ég hef engar áhyggjur af ad heimurinn fari til helvítis á naestunni,ekki á medan thad er ennthá til S-Ameríka
Thetta er N-Ameríkan sem gerir thig svona svartsýna.
Nei ég hef engar áhyggjur af ad heimurinn fari til helvítis á naestunni,ekki á medan thad er ennthá til S-Ameríka
samt er gott að hugsa til þess að jafnvel margir af þeim sem vinna í risa fyrirtækjum muna örugglega eftir að fara með fjölskyldunni í útilegu og skreppa í heimsókn til vina sinna. Kannski minnir framþróunin okkur á það, stundum, að við þurfum að hugsa hvert um annað, njóta lífsins og láta gera við skóna okkar..
Skrifa ummæli
<< Home