16.2.06

Tússpenni með jarðaberjalykt...mmmm

Núna skrifa ég bara með bleikum tússpenna því það er svo góð lyktin af honum, plast-jarðaberjalykt. Svona rétt fyrir ráðstefnuna er svaka fjör á deildinni, allir að fatta hvað rannsóknirnar þeirra leiða í ljós. Ég var búin að skrifa allskonar á plaggatið mitt síðan fraus forritið. Það var ekki svo gaman. En allt í lagi samt.

Ég trúði því ekki þegar mér var sagt að þegar gifsið yrði tekið þá yrði ég öll loðin með svört hár á hendinni. En núna er ég búin að sjá það með eigin augum á eigin hendi, sem hefur í 27 ár verið slétt sem barnsrass, að gifs hefur svona líka örvandi áhrif á hárvöxt. Mér finnst ekki í lagi að vera með hár á hendinni, langleiðina niðrað lillaputta. Það er bara fyrir karlmenn. Og apaketti. Hvað á ég að gera í þessu, vaxana? Mamma mía, og ég að fara til Hawaii. Molokai. Reyndar ekki Molokai en mér finnst það bara svo flott nafn að ég varð að skrifa það. Við erum búin að vera að venja okkur á Hawaii með því að drekka kaffi þaðan. Ekki frá Kona eldfjallinu reyndar, frá Kahaui, það er ódýrara. Ég skil ekki hvers vegna þetta Konu kaffi er svona dýrt. Ég get bara ekki ímyndað mér að það sé mikið öðruvísi en það frá Kahaui. En það ætla ég að athuga, vel og gaumgæfilega eftir nokkra daga.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?