8.2.06

Snjóar uppávið

Byggingin sem ég er í er mjög furðuleg og það myndast einhverjir óvenjulegir straumar í kringum hana því þegar ég lít út um gluggan sé ég snjó detta upp. Mér líður svolítið eins og Dísu í undralandi þegar það gerist. Það er kúl.

Annars get ég ekki orða bundist yfir þessu teiknimynda veseni. Ég held eiginlega að þessi vandræði hafa ekki svo mikið með teiknimyndirnar að gera sem slíkar. Menn finna sér bara eitthvað til að vera súrir útí vegna þess að þeir vilja vera súrir. Kannski hefur einhverjum fundist þetta vera að gera gys að trúnni en aðallega kraumar ósætti og óánægja og því þarf ekki nema smá áreiti til að allt fari í háaloft. Hinsvegar er þetta alveg hrikalegt ástand og svolítið ógnvekjandi finnst mér.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?