14.2.06

Íslensk Ýsa

Í costco fórum við um helgina, (ég ekki af fúsum og frjálsum vilja, Óli sáttur, tveir drengir voru með í för sem vildu það endilega) og fundum þar fisk á góðu verði. Það var ekki annað en haddock from Iceland sem er einmitt Ýsa frá Íslandi og sem Íslendingum fannst okkur við ekki geta gengið frá henni svo við erum búin að vera með steiktan fisk í matinn tvo daga í röð. Ég var alveg búin að gleyma því hvað ýsa er góð, mamma var alveg hætt að gera ýsu, það var bara silungur og lax eða þorskur. (Eða fiskur í orly). En við Óli erum svo mikið lúxus fólk að með ýsunni var franskt sælkerasmjör (steinselja, hvítlaukur og sítrónu blandað saman við smjör), ferskt salat með mexíkóskum gulum lífrænt ræktuðum peru tómötum, soðnar kartöflur og brokkolí og síðan hvítvín. Við fáum ekki mjög oft fisk en þegar það gerist, þá er maður bara hamingjusamur vikum saman á eftir. Fiskur er nú bara það besta sem ég veit.

Um helgina spiluðum við annað spilanna sem ég gaf manninum mínum í afmælisgjöf. Game of Thrones. Það er einmitt spil eftir bókaseríunni sem við erum að lesa, song of ice and fire. Frábærar bækur og líka gott spil. Fyrir utan það kannski að það er ekki mjög vinvætt. Það snýst um að lemja á hinum og tekur langan tíma svo undir lokin þegar sólin er farin að rísa, er hætta á því að menn verði súrir útí hvern annan. Það er því gott að við erum fullorðið og skynsamt fólk sem ekki lætur spil hafa áhrif á okkur.

En þetta ljóð hérna á undan orti einn sem mælir 57. stræti þegar ég gekk framhjá honum í gær og þótti mér fyndið mjög.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?