6.2.06

Pönnukökuævintýri

Þetta byrjaði allt saman á föstudagskvöldinu. Sex manns voru samankomin á heimili Tinnu og Óla í suðurhluta Chicago borgar að spila eitt spil Settlers. Þarna voru fastakúnnarnir Young Jin og Sara. Matthew félagi þeirra var líka með og síðan snót frá vesturströndinni Solla nokkur einnig kölluð Sóla. Stuðið var þvílíkt að ekki vildi fólkið tía sig heim fyrr en klukkan að ganga þrjú. Var þá hugmyndin að skutla Sollu heim og ég hugsaði með mér að ég gæti alveg farið í smá bíltúr, þetta yrði í mesta lagi klukkutími og ég búin að drekka of mikið kaffi fyrr um kvöldið þannig að ólíklegt var að ég myndi sofna og það væri líka kósí fyrir Óla að hafa félagsskap á leiðinni heim. Nema hvað. Northwestern er lengst lengst upp í sveit. Og um fjögurleytið voru sumir orðnir svangir á ný svo það var stoppað á Zaiga, og bragðað á besta pakistanska matnum í bænum. Lambakjöt með zucchini. Sem sagt. Við fórum ekki að sofa fyrr en klukkan fimm, sem er alveg vonlaust fyrir svona fólk eins og okkur sem vaknar klukkan níu á hverjum morgni.

Það var því úr að við vöknuðum klukkan tvö og ég eyddi öllum laugardeginum í að baka pönnukökur. Fékk reyndar smá kaffipásu. En það var allt í lagi. Ég staflaði pönnukökunum í píramýda eins og maður gerir þegar maður er búinn að rúlla þeim upp með sykri, setti smá sellófan yfir og út í bíl. Beint í aftursætið. Höldum við hjónin þá af stað í Andersonville með smá stopp í Binna búð og Óli sækir bjór. Hann áttar sig ekki á því að ég lagði pönnukökurnar í aftursætið og skellir bjórnum beint ofan á staflan. Ó Ó Ó, dagafraksturinn að engu, tárin byrja að flæða en úps, eitthvað voru þetta harðgerar pönnukökur og þeim verður ekki svo illt af. Kokkurinn jafnar sig og við höldum áfram. Þegar við komum á partýstaðinn fer ég beina leið inn í eldhús með pönnsurnar, læt kokkinn fá þær og fer síðan beint í brennivínið. Hann kemur út eftir nokkrar mínútur og tjáir mér að diskurinn hafi runnið til og allt út um allt, ekki hægt að servera pönnukökurnar mínar.

Ég var nú ekkert hissa á þessu eftir öllu sem var á undan gengið og tók fréttunum með ró. DJÓK segir kokkurinn, allt í lagi með pönnsurnar, yfirkokkurinn hafði bara aldrei séð jafn fallegar pönnsur, og þegar ég hef tíma, gæti ég komið inn í eldhús og verið með smá tölu um hvernig maður gerir svona fínar pönnkökur. Þeir baka nefnilega sænskar pönnukökur á sænska pönnukökuhúsinu og aldrei séð jafn fallegar pönnukökur. Halló! Hei hó jibbíjei. Ég varð ekkert smá montin. Heyrðuði þetta!

Það varð náttúrulega úr að mínar pönnukökur voru lang glæsilegastar (það var fullt af öðrum pönnukökum í desert) og þær kláruðust líka fyrst! JIBBÍ! Geðveikt gaman. Þetta hef ég nú beint frá henni ömmu minni Bíbí sem gerir flottasta mat í heimi, sérstaklega punga, pönnukökur, grauta og súpur. Og líka ýmislegt annað, nema kannski saltkjöt, en geðveikt gott skyr.

Comments:
Þessi hæfileiki er ótvírætt úr móðurættinni þinni !!! Á Noregsárum móður þinnar var hún ansi liðtæk í pönnsunum, bara svo því sé haldið til haga;-) Eins og ég veit, þú ert svo sannarlega ættarsómi ;-)

Koss og knús frá Beggu frænku
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?