5.2.06
Þorrablót 2006 Chicago
Var haldið í Andersonville, norðvestur Chicago, í gær. Við Óli höfum aldrei þorað að fara á þorrablót áður en fengum kjarkinn þetta árið. Það var einsgott því þvílíkt dúndurstuð hef ég sjaldan upplifað. Ég fékk meira að segja að vera með í kórnum! Við hittum fullt af Íslendingum þar á meðal frænku hans Óla, Brynhildi Gunnarsdóttur. Einnig myndlistamanninn Arnór Bieltvedt sem er með sýningu á skólavörðustíg 1a frá 18. febrúar til 4. mars. Smá auglýsing. Það var að sjálfsögðu boðið upp á allskonar góðgæti: svið og lifrapylsu, rúllupylsu og harðfisk, Óli smakkaði hvalspikið en ég lagði ekki í það. Í eftirmat voru kleinur, pönnsur, nóakonfekt og hrísgrjónagrautur. Ég bjó til langflottustu pönnsurnar og það er sko saga að segja frá því. Hún kemur í næsta tölublaði.
Comments:
<< Home
Hljómar eins og að mikið af stuðfólki frá Fróni sé í Chicago!
Arnór Bieltvedt, já ég hafði nú viðtal við hann í sumar á Mogganum vegna sýningar sem hann var með þá! Við og þessi listaklíka Tinna....we go way back :)!
Skrifa ummæli
Arnór Bieltvedt, já ég hafði nú viðtal við hann í sumar á Mogganum vegna sýningar sem hann var með þá! Við og þessi listaklíka Tinna....we go way back :)!
<< Home