28.2.06

Komin heim fra chill-fylkinu mikla

Ég nenni ekki alveg að skrifa um Hawaii í augnablikinu. Rástefnan/fríið var heljarinnar mikið success en ég er svo þreytt núna að mig langar bara að skrifa um hrísgrjónagrautinn sem ég lagaði í kvöld.

Kanillinn var búinn og grauturinn var til. Ég vildi ekki kaupa kanildós á okurverði í sjoppunni fyrir utan svo ég gramsa í kryddskápnum og finn kanelstangir sem voru afgangs frá jólaglögginu. Í sumar gaf mamma mér mortel svo eftir tíu mínútna puð var komið dýrindis kanel duft sem við gátum blandað með sykri og stráð yfir grautinn. Og ég sver það, ef grillið myndi bjóða upp á grjónagraut með rúsínum, þá væri hann svona. Fallegri kanel-agnir hef ég ekki séð, þetta var eins og listaverk. Mæli með því að mylja sinn eiginn kanel. Húsið fyllist líka af kanel lykt. Mjög yndislegt.

Comments:
Mér finnst líka frábært að mylja pipar og annað krydd í mortélinu mínu. Geri það samt allt of sjaldan. Þarf að prófa kanilinn seinna.
 
það var lagið Tinna! Þetta þarf ég að prófa einhvern tíma:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?