1.2.06

Grænmeti og sjávardýr örsmá

Ég hélt fyrst að geimverur hefðu rænt eiginmanninum mínum. Síðan mundi ég eftir málshættinum "einhvern tíman er allt fyrst". Óli minn eldaði um helgina Ragout aux Legumes, en það þýðist yfir á íslensku hugsanlega sem grænmetis pottréttur. Í honum voru tvennskonar grænar baunir, blómkál, salathjörtu, þistilhjörtu, kartöflur og rófur og gerlaus grænmetisteningur frá Raptunzel. Þið vitið þessi sem Sóla notar, fínustu grænmetisteningarnir. Allt grænmetið er látið sjóða/gufusjóða í hálftíma. Þegar það er tekið uppúr þá er eftir pínulítið af vatninu sem er hvann grænt. Það er það besta sem ég hef á ævinni smakkað. Nú erum við semsagt búin að borða grænmeti í öll mál í fleiri fleiri daga og er það vel.

Núna er ég á fullu að fatta hvað ég ætla að skrifa á plaggatið. Allavegana eitthvað um hvaða áhrif aukið koldíoxíð hefur á sjávarlíf (það veit ég því annað fólk er búið að vera að spá í því) en síðan hvernig dílar mitt líkan við það. Það er kúl því ég var bara að fatta að það að það hermir vel eftir gögnunum (the data), þeas. því sem mælingar finna. Fyrst fékk ég alltaf öfugt við það sem mælingar segja, en síðan fattaði ég að ég væri að gera eitt vitlaust, og núna stemmir allt.

Comments:
Til hamingju með það !!! Þú munt gera stórglæsilega ferð og vekja gríðarlega athygli í vísindasamfélaginu :-) Þú ert best ;-)

Koss og knús frá Beggu
 
Áttu ekki uppskriftina hjá þér?
 
takk, ég vona að þetta verði jafn skemmtilegt og í sumar.
já uppskriftin er eiginlega ekki flóknari en þetta. Allt grænmetið (ferskt, ekkert út dós) í pott, 1L kraftur og sjóða í hálftíma. Taka þá allt grænmetið uppúr og setja smá smjör í græna kraftinn, láta helminginn af vatninu gufa upp og þá er komin sósa, græn smjör-sósa :) geðveikt góð.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?