8.1.06

Freakonomics

Er bók sem ég get vart lagt niður þessa dagana. Hún er eftir svo skemmtilega gæja. Annar er hagfræðingur við Háskólann í Chicago. Steven Levitt. Hann spáir í hlutum eins og hvernig stendur á því að dópsalar þéna fullt af peningum en búa samt allir enn hjá mæðrum sínum. Og hvað er sameiginlegt með kennurum og súmóglímuköppum? Minnist ekki á vaxtagráður eða tekjuskatta. Hinn er rithöfundur. Því hagfræðingurinn gat ekki hugsað sér að skrifa bók. Hún er svaka skemmtileg og ég mæli eindregið með henni.

Comments:
en fyndið, var einmitt að klára þessa bók fyrir nokkrum vikum! glæpatíðni og fóstureyðingar, foreldrar og nöfn... hagfræðin fær uppreisn æru :)

já og takk fyrir jólabókina, er ekki enn byrjuð á henni en hlakka mikið til, held ég geymi hana þar til í 24 tíma flugferðinni.

ást og knús,
ólöf
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?