23.12.05
Jólin að nálgast
Það er víst Þorláksmessa í dag. Hvorki er frítt í strætó né er ég á leiðinni í óvissuferð niður í bæ með Ólöfu minni svo ég get varla séð að það sé Þorláksmessa. Við Óli og Young-Jin erum í staðinn að fara í ákveðna ferð á bíl niður í bæ að kaupa wild boar og annað sem þarf á jólahátíðinni. Við Óli fórum reyndar í gær í leiðangur. Áttum við bæði eftir að kaupa jólagjafir fyrir hvort annað og ég svona ósjálfbjarga svo ekki mátti minna vera en að fara í næst stærsta mall í ameríku, Woodfield Mall. Þar keypti ég ... oops, get ekki sagt það.
En þessi jól eru merkileg fyrir okkur Óla því þótt við höfum verið "an item" í 7 ár og gift helminginn af þeim tíma, þá höfum við aldrei haldið jól saman bara við tvö. En núna erum við tilbúin fyrir það skref. Við vorum í lengstu lög óviss um hvað við ættum að hafa. Á mínu heimili var alltaf hamborgarahryggur en hjá Óla alltaf önd og helst tvær því það er svo mikið happdrætti hvort þær séu góðar. Við vorum hvorug spennt fyrir hvorugra þessa rétta, þó þeir séu reyndar báðir mjög ljúffengir. Niðurstaðan var sú að hafa beikonvafðar grísalundir með fondu-kartöflu og appelsínusósu, en þá uppskrift er einmitt að finna á margmiðlunardisknum eftir matreiðslumeistarann. Foi-gras í forrétt og heimalagaðan ís í eftirrétt, með amaretto kexi muldu í. Ísinn er efftir íalskri uppskrift sem ég hef aldrei prófað áður en hef mikla trú á.
En þessi jól eru merkileg fyrir okkur Óla því þótt við höfum verið "an item" í 7 ár og gift helminginn af þeim tíma, þá höfum við aldrei haldið jól saman bara við tvö. En núna erum við tilbúin fyrir það skref. Við vorum í lengstu lög óviss um hvað við ættum að hafa. Á mínu heimili var alltaf hamborgarahryggur en hjá Óla alltaf önd og helst tvær því það er svo mikið happdrætti hvort þær séu góðar. Við vorum hvorug spennt fyrir hvorugra þessa rétta, þó þeir séu reyndar báðir mjög ljúffengir. Niðurstaðan var sú að hafa beikonvafðar grísalundir með fondu-kartöflu og appelsínusósu, en þá uppskrift er einmitt að finna á margmiðlunardisknum eftir matreiðslumeistarann. Foi-gras í forrétt og heimalagaðan ís í eftirrétt, með amaretto kexi muldu í. Ísinn er efftir íalskri uppskrift sem ég hef aldrei prófað áður en hef mikla trú á.
Comments:
<< Home
Svaka kannast ég við þetta jólavesen hjá ykkur. Ingi er vanur hamborgarahrygg en ég önd. Höfum 1 sinni verið saman í mat á aðfangadag undanfarin 8 ár. Nota bene þá var það ekki þetta árið.
Bið kærlega að heisa ykkur hjónakornum.
Bið kærlega að heisa ykkur hjónakornum.
Já, þetta er nú bara eitt af mörgu sem maður þarf að finna útúr. Kannski er bara best að hafa alltaf eitthvað mismunandi hvert aðfangadagskvöld. Grísalundin var góð en hún verður samt ekki að hefð hjá okkur.
Knús til ykkar líka.
Skrifa ummæli
Knús til ykkar líka.
<< Home