4.12.05

Bara eitt dæmi eftir

Alla helgina er ég búin að vera að vinna í heimaprófi og nú er ég búin með sjö spurningar og á því bara eina eftir. Jei!

Eins og næsum því hvern einasta dag þessa vikurnar nennir enginn í fjölskyldunni að elda. Þar sem við erum búin að fara á veitingastaðina þrjá hérna í HP svona hundrað milljón sinnum ákváðum við að keyra aðeins útfyrir hverfissteinana og kanna hina víðfrægu suðurhlið. Fyrst athuguðum við með SoulQueen. Það var nokkuð kúl staður en maturinn leit svo ógirnilega út að við beiluðum á honum. Mexíkanski staðurinn sem við höfðum í huga sem varaval var farinn á hausinn og klukkan alveg að fara að ganga ellefu.

Hvað ætli við sjáum þá? Mitt í gettóinu, allt harðlæst og plankar fyrir? Ítalskan pizzustað! Við héldum að þetta væri tálsýn ein en Óli dúndraði niður bremsupedalnum og við stigum út úr bílnum. Það var ekki annað en það að rammítalskar pizzur eru í miklu uppáhaldi hjá the homies og við gátum fengið eina með pepperoni og grænni papriku. Síðan fylgdi með gos og ég suðaði svo mikið í Óla að hann leyfði mér að velja og ég valdi greip. Mér fannst greip alltaf geðveikt gott og það hefur bara ekki breyst.

Það er alltaf gaman að fara á suðurhliðna því fólk er svo vinalegt þar og indælt. Nema kannski þeir sem skjóta mann í axlirnar en sem betur fer höfum við ekki hitt neinn sem gerir það. Jæja, best að slökkva á guns and roses (takk sunna!) og gera síðasta dæmið. Gleðilegan annan í aðventu!

Comments:
takk somuleidis.

mer finnst tid ykt kul ad thora ad taka tvi rolega i sudurhlidinni.

kv, Orri.

ps. ekki lata skolann drepa tig.

pps. ekki heldur einhvern ur sudurhlidinni.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?