14.11.05

What do we have for entertainment?

Loksins búin að fara yfir þessi heimadæmi. Eins gott að ég er með félagana úr Clash til að halda fjörinu uppi hérna. Prófessorinn sem kennir þennan kúrs sem ég er aðstoðarkennari í er svo óskipulögð og út og suður að það er bara ekki hægt að vinna með henni. Ég er svosem alveg hætt að nenna að vera að klikkast á henni en hún er alveg hrikalegur kennari. Ég myndi vera miklu betri.

Fyrir utan að fara út að borða í morgunmat og versla aðeins í matinn (og gleyma einum innkaupapoka í búðinni! - þessum með piparkökuhúsinu!!) þá var ég bara að vinna alla helgina. Gerði heimadæmi fyrir alla kúrsana sem ég er í. Reyndar heimadæmi sem átti að vera búið að skila nema eitt því kennarinn gaf framlengingu. Jamm, það var kveikjan að þessum pósti um forgangsröðun. Því ég ákvað að vinna í "mikilvægum" hlutum frekar en "urgent" hlutum. Veit ekki hvort ég legg í það aftur.

Lou Mittchell´s varð fyrir valinu þessa helgina. Morgunverðar-diner. Hann var víst upphafspunktur á 66-leiðinni. Þar fékk fólk sér morgunmat áður en það lagði í hann. Nú er búið að leggja niður route-66 en Lou Mitchell´s er ennþá í góðum fíling. Meðan maður stendur í röð að bíða eftir borði kemur kona með punga og gefur manni til að snarla ef maður er alveg að drepast. Við vorum alveg að drepast. Eða reyndar ekki en hversu oft fær maður punga? Síðan fá konur og börn "Milk-Duds" og þá er búið að losna borð og manni er vísað til sæti. Þegar maður er búinn að panta, þá fær maður appelsínubita og sveskju sem er búin að liggja í kanil-baði. Mér varð strax hugsað til gamla fólksins á elliheimilinum. Fær ekki að fara frammúr áður en það borðar skyldu-sveskjuna. Síðan fær maður matinn sem maður pantaði og borðar hann. Þegar maður er að finna til peninga til að borga þá fær maður ís. Halló! Ís í eftirmat af morgunmat. Er einhver heima! Þetta var voða gaman en maður er alveg afvelta eftir þessa syrpu.

Comments:
HA? Hvað meinarðu með punga? Svona eins og hrútspunga, eða er þetta nafn á einhverjum sérrétti?
 
Ástarpungar elskan! Svona eins og amma mín Bíbí gerir. Næstum eins og kleinur, bara kringlóttar. Þessir voru náttúrulega ekki nærri jafn góðir og pungarnir hennar ömmu.
 
Mmmm....ííís, ég gæti sko alveg komist uppá lagið með að borða ís í morgunmat á hverjum einasta degi.
Vala
 
já ég skil...mér fannst það líka hljóma svolítið asnalega að það væri voða vinsælt að borða hrútspunga í bandaríkjunum á morgnanna :/
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?