23.11.05

Thank god it's thanks giving

Já, hinn langþráði hátíðardagur: þakkargjörðardagur, er á morgun. Það er alveg yndislegt. Þetta er dagurinn þar sem allir í kringum mig vinna hörðum höndum að því að búa til máltíð sem er algjörlega óspennandi í mínum huga. Kalkúnn og sulta.

Í staðin fyrir að taka þátt í stressinu þá verum við Óli í rólegheitum. Ég er ofsalega hrifin af því að vera í rólegheitum. Það stendur til hjá okkur að kíkja úr bænum til hungraða steinsins (starved rock). Og fara í göngutúr um svæðið. Hér í Chicago er ekkert nema hús og götur og ég er alveg að missa vitið af því að hafa ekki séð hól í marga mánuði. Af öllu því sem maður getur saknað, þá datt mér aldrei í hug hólar eða hæðir. Hvað verður næst, fjölskyldan???

Djók auðvitað. Konur eru eins og bylgjur. Það segir Dr. John Gray, PhD. Ég veltist á milli þess að sakna Íslands og sakna þess alls ekki. Núna sakna ég þess svaka mikið. Að sitja í elshúsinu upp í stóró og fá hafrakex og sterkasta kaffi í heimi. Það er svo notalegt að ég fer bara að hágráta á skrifstofunni minni þegar ég hugsa til þess. Eins gott að allir eru farnir heim til sín að klóra sér í kollinum yfir þessum 30 kílóa kalkúnum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?