21.11.05

Stress og læti

Já, ég er sko búin að vera í 17. gír síðan síðast. Lesa greinar, skrifa úrdrátt, gera uppkast, finna sambönd (milli agna). All work and no play. En handan við hornið er þakkargjörðahátíðin. Við Óli höldum hana ekki hátíðlega en tökum frídagana með fegins höndum. Ég er búin að panta útivistardag í Starved Rock. En það er líka það eina. Síðan er bara vinna.

Reyndar gæti verið að mér verði boðið út á fínan franskan veitingastað. Maðurinn minn vann nefnilega stóra pottinn í póker leik um helgina. 140 dollara. Hann fór beint í "entertainment wallet" og vonandi bráðum til Charlie Trotters. Ætli hann myndi ekki biðja um 1400 dollara. Kannski ekki. En við búum ekki við mikla vosbúð þessa vikuna. Í gær eldaði ég fullan græna pottinn af chilli. Oops, gleymdi að setja papriku, var bara að muna það núna, ææ. Anyways, góða viku kæru vinir. Vona að þið hafið það gott.

Comments:
hvaða poker spilar drengurinn?

Orri
 
Óli minn er jafnvígur á hvaða póker sem er
 
Þetta var svokallað Texas hold´em afbrigði pókerspilsins. Ég var plataður út í þetta af kunningja okkar sem hugsaði sér gott til glóðarinnar. Hann situr sennilega með bakþanka, enda vorum við tuttugu talsins og mátti heyra að sumir væru ósáttir við að styrkja byrjandann eftir sex tíma pókersetu.
 
spiliði limit eða no limit? ég hef verið að kynna mér texas holdem og mig langar mjög mikið til að spreyta mig...
 
Eg held ad thetta hafi verid no limit. Thad er ad segja madur keypti akvedinn fjolda spilapeninga en gat sidan ekki fengid fleiri. Sidan ma vedja eins morgum spilapeningum og madur a.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?