3.11.05

Og Seríós á daginn

Í NYT í dag var grein um unglinga. Það er ekki algengt. Þessi grein hét "Ekki lengur læstar dagbækur heldur blogg á veraldarvefnum". Getiði hvað! Það eru skólar sem tekið hafa upp þá stefnu að banna nemendum að vera með blogg. Yfirvöldum finnst unglingar ekki hafa vit á að greina hverskonar hugsanir á að halda bara fyrir sig. Eins og "ég fékk að vita það í þriðja tímanum í dag að ég er kynþokkafull, það rokkar! (it rox!)" Ég var svolítið hissa á þessu banni, allt má nú banna, en yfirhöfuð var þetta skemmtileg grein. Það var reyndar líka í blaðinu að Kína var að enda við að banna demókratísk blogg. Ætli Ísland muni einhvern tíman banna Húrra!! Ha ha, það væri nú fyndið.

Í gær kom í fyrsta skipti fyrir mig að nemandi fór að gráta í tímanum mínum. Það var stelpa. Ég reyndi að hugga hana og það gekk ágætlega.

Síðan er strákur á fyrsta ári (ég er núna á öðru!) sem þolir mig ekki. Ef ég labba inn í herbergi þar sem hann er fyrir, þá stendur hann upp og fer. Ég skil ekkert í þessu en fyrir utan að finnast þetta furðulegt þá finnst mér það ágætt því þessi gaur er frekar óþolandi. Hann er klárlega alveg úti að aka, hvernig er hægt að vera illa við mig, ég er sali-roleg og chilluð alltaf.

Ég er alveg að ganga í gegnum eitthvert miðannarþunglyndi þessa dagana. Nenni ekki að gera heimadæmi en borða frekar kartöfluflögur og horfi á Ellen DeGeneres. Óli er á DOOM en það er hreint inni hjá okkur. Því ég vaknaði klukkan átta í morgun og fór að taka til og þrífa. Mótívasjónin var Regína sem kom hingað spes til að taka til og þrífa því ég var búin að biðja hana um það. Á sunnudaginn fann ég tuttugu dollara úti á götu og notaði hann til að borga henni. Óli er ekki mjög hrifinn af þessu fyrirkomulagi en ég hef aldrei verið með fyrirkomulag sé ég hef verið hrifnari af. Svo núna er ég bara að vona að ég finni fleiri seðla úti á götu.

Jebb. Þannig er nú það. Ég er byrjuð á þriðju bókinni í seríunni Song of Ice and Fire. Það er geðveikt góð sería og ég spyr mig reglulega hvenær gerð verði bíómynd um hana. Í dag voru tuttugu gráður í Chicago! Litlu krakkarnir drifu sig náttúrulega í mini pils og sandala. Þau nota nú hvaða tækifæri sem er til að sýna smá skinn. Jæja. Þetta voru helstu fréttir frá Chicago. Á morgun er föstudagur og dagurinn sem vaskir jarðeðlisfræðinemendur byrja nýja hefð. Ætli það muni ekki koma í ljós hvort þetta verði hefð. Ég hef mikla trú á því að það verði. Þetta er happy hour klukkan fjögur. Það er nefnilega annar happy hour sem byrjar klukkan hálf sex. En það er raunvísindadeildin sem sér um þann hamingjusama tíma.

Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
Hvaða bull er nú þetta!
 
þetta fylgir oft blogger commentum.

En leiðinlegt að þú sért í einhverju þunglyndi. Er þetta bara ekki eitthvað sem gerist fyrri alla í skólanum?

En samt merkilegt að það sé bannað að blogga. Ég myndi hvetja nemendur mína til þess að rafrausast til þess að þau læri að tjá sig á veraldarvefnum.. en svona er víst þetta í dag.
 
Já ég myndi líka halda að það sé bara gott fyrir fólk að tjá sig, en svona er þetta með menningar, það er svaka erfitt að skilja annað fólk nema maður setji sig í þær aðstæður sem það fólk er í.

Þunglyndi: Jú ég hugsa að flestir lendi í því að vera stundum ekki ofsakátir. Annars væri maður varla kátur. Ef maður væri alltaf kátur, því þá væri maður bara alltaf venjulegur. Annars er ég aftur orðin kát. Allt að gerast í skólanum, verkefni á blússandi siglingu og fyrirlestur á miðvikudaginn. Enginn tími fyrir þunglyndi.
 
Best wishes.
 
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?