7.11.05

Klifur og hlaup

Á sunnudögum er alltaf best að fara að klifra. Þennan sunnudaginn tókum við lestina lengst suður og fórum í gym sem fjölskylda nokkur á og rekur með stakri prýði. Í flestu komplimentum við Óli hvort annað frekar vel. Hann er músíkalskur, ég er sportí. Honum eru fjármál hugleikin, ég er meira fyrir umhverfismál. Óli heldur með lakkrís, ég súkkulaði, Óli þolir ekki Júróvisjón, ég elska það. Allavegana, eitt sem við eigum sameiginlegt er að geta aldrei gert neitt á réttum tíma. Svo það er alveg vonlaust fyrir okkur að taka lest sem kemur á tveggja tíma fresti. Klukkan sjö mínútur í að lestin fer sátum við við morgunverðaborðið að borða ristabrauð. En það tekur einmitt um sjö mínútur að labba í lestina. Ég get varla skrifað um þetta, einn hvirfilvindur og við þutum af stað, hlupum eins hratt og við gátum. Og ég fattaði að ég hef ekki hlaupið eins hratt og ég get síðan ég var 12 eða eitthvað. Svaka sjokk frá því að vera að dreypa á kaffinu í það að gleyma að fara í jakka og þjóta niður götuna. Jæja, við komumst allavegana í lestina, hittum Elliot og áttum hrikalega góðan dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?