9.11.05

Forgangsröðun

Það eru fjórir mögileikar. Annað hvort er það mikilvægt eða ekki mikilvægt. Síðan getur það verið "urgent" eða "ekki urgent". Að horfa á sex and the city er urgent og ekki mikilvægt. Það er urgent því ef það gerist ekki núna, þá mun það ekki gerast. Heimadæmi fyrir morgundaginn er urgent og mikilvægt. Nokkuð sem er hvorki urgent né mikilvægt er að búa um rúmið sitt eða umraða kryddum í eldhússkáp. Mikilvægt en ekki urgent er að vinna í rannsóknaverkefninu sínu. Það skiptir ekki máli hvort maður vinnur í því í dag eða á morgun, þó ekki væri nema í næstu viku. Gefa knúsíbollunni sinni axlarnudd er mikilvægt en ekki urgent. Fara að klifra er mikilvægt en ekki urgent. Lesa ákveðna grein er mikilvægt en ekki urgent. Mæta í kennslustundina sem maður á að kenna er mikilvægt og urgent. Sjá félaga sinn verja doktorsverkefnið sitt er mikilvægt og urgent.

Það sem fer í taugarnar á mér er að það sem er mest mikilvægt er aldrei urgent. Svo ef maður spáir ekki svaka mikið í því sem maður er að gera á hverjum tíma þá endar maður alltaf með að gera það sem er urgent en ekki það sem er mikilvægast.

Comments:
vá, þetta er mjög góð speki. Og hún verður betri og betri því meira sem ég pæli í henni... "það eru fjórir möguleikar". Þetta er mikill sannleikur.

Það sem er verst ef að maður gerir ekki hlutina sem eru mikilvægir en ekki urgent að þá verða þeir bæði mikilvægir og urgent en þá langar mann bara að gera hluti sem eru ekki urgent né mikilvægir...
 
já þetta er heilmikil speki. Ég fattaði ekki uppá henni. En ég er alveg sammála því sem þú segir líka, þessi grein er mjög áhugaverð en ekkert svo gaman að lesa hana ef það verður absolut að gerast fyrir morgundaginn.
 
Skemmtilegar pælingar, verð að leggjast yfir líf mitt og skoða það í þessu ljósi, harhar.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?