4.11.05
Betra blogg
Vil endilega skrifa aðeins jákvæðara blogg áður en helgin skellur á. Ég er að vona að núna þegar önnin er miklu meira en hálfnuð, 6. vika af 10 að klárast, þá sé miðannarþunglyndinu lokið. Í næstu viku á ég að presentera grein í Journal Club. Greinin er eftir Edmond og Huh! Þetta er ekki ég að vera klikk heldur heitir maðurinn Huh.
Cups-projectið er að rokka feitt. Bollarnir eru alltaf uppteknir. Ég held að tilraunin hafi farið á skrið eftir að ég sagði svona tíu einstaklingum frá henni og hvatti þá persónulega til að nota kermaik-bollana. Fyrir það voru allir smeykir við að taka þátt. Smashing success er lokaniðurstaðan. Það er reyndar eitt sem ég er ósátt við og dregur verkefnið eindregið niður eru viðbrögð þeirra sem stjórna kaffivélinni og öllu sem henni fylgir. Það er eins og þau hafi skilið þetta þannig að við/þau (tölfræðideildin) vildi fá bolla sem meira fútt er í. Nú eru því keyptir bollar, sem eru einnota, en eru svo massívir að þeir ættu náttúrulega að vera margnota. En þetta eru einnota-tegund af bollum og því henda allir þeim eftir notkun. Ég átta mig samt ekki á því hvernig þeir standa sig í samanburði við frauðplastbollana. Þeir eru úr hörðu plasti. Ég verð að athuga hvort ég geti ekki komist að því. Það hefði nú mátt komast hjá þessu vandamáli með því að vera prófessjónal og hafa samband við þetta fólk til að byrja með. En ég var svo æst í að það væri leyndó svo ég gerði það ekki. En smá umræða hefði auðveldað málið. Alltaf lærir maður nú eitthvað nýtt. Góða helgi!
Cups-projectið er að rokka feitt. Bollarnir eru alltaf uppteknir. Ég held að tilraunin hafi farið á skrið eftir að ég sagði svona tíu einstaklingum frá henni og hvatti þá persónulega til að nota kermaik-bollana. Fyrir það voru allir smeykir við að taka þátt. Smashing success er lokaniðurstaðan. Það er reyndar eitt sem ég er ósátt við og dregur verkefnið eindregið niður eru viðbrögð þeirra sem stjórna kaffivélinni og öllu sem henni fylgir. Það er eins og þau hafi skilið þetta þannig að við/þau (tölfræðideildin) vildi fá bolla sem meira fútt er í. Nú eru því keyptir bollar, sem eru einnota, en eru svo massívir að þeir ættu náttúrulega að vera margnota. En þetta eru einnota-tegund af bollum og því henda allir þeim eftir notkun. Ég átta mig samt ekki á því hvernig þeir standa sig í samanburði við frauðplastbollana. Þeir eru úr hörðu plasti. Ég verð að athuga hvort ég geti ekki komist að því. Það hefði nú mátt komast hjá þessu vandamáli með því að vera prófessjónal og hafa samband við þetta fólk til að byrja með. En ég var svo æst í að það væri leyndó svo ég gerði það ekki. En smá umræða hefði auðveldað málið. Alltaf lærir maður nú eitthvað nýtt. Góða helgi!