1.10.05

Án titils

Ég skil vel fólk sem gefur barni sínu nafnið Helgi. Það er fátt betra en Helgi í mínum huga. Þessi fyrsta skóla vika er búin að vera alveg snar. Ég var með nefndar-fund. Þá útskýrði ég verkefnið sem ég er að vinna í fyrir 4 prófessora. Það var svo stressandi að þegar einn þeirra bað mig að útskýra eitt. Eitt atriði sem ég skil alveg en finnst samt flókið. Þá bara fraus ég alveg og gat ekki svarað neinu. Ég gat bara sagt. "Ég veit það, en ég get bara ekki útskýrt það á þessari stundu". Alveg hrikalegt. En ég gat samt svarað öllum öðrum spurningum. Bara ekki þessari einu. Svo ég er óteljanlega hamingjusöm með að nú skuli vera Helgi.

Við buðum vinum okkar Angie og Justin í mat og það var kaffi og konjak í eftirmat og konfekt. Ég er ofsalega hrifin af konjaki þessa dagana. Það er himneskt. Þau sögðu okkur að þau væru orðin trúlofuð og væru að fara að gifta sig í sumar. Næsta sumar förum við til Minneapolis í brúðkaup. Jei. Við verðum meira og meira eins og Ameríkanar. Það er mjög algengt að fólk ferðist í annað fylki til að fara í brúðkaup á sumrin. Það er næstum því svona thing hjá því þar sem allir vilja flytja sem lengst frá fjölskyldu sinni.

Comments:
hæ sæta. svakalega ertu skemmtileg! alveg grínlaust - nýt þess að lesa bloggið þitt-og guð hvað ég vildi að allir myndu kanna hvaðan maturinn þeirra kemur áður en þeir gúffa honum í sig! Ef ég borðaði fisk myndi ég líka hætta að orða Viktoríu-perch.
 
Hæ Tinna!
Skemmtilegt að þú skulir nefna þennan fisk því mér skilst að það sé einmitt heimildarmynd á kvikmyndahátíðinni sem er í gangi hérna heima um nákvæmlega þetta Viktoríuvatnsfiskidæmi!
Gott að heyra að koníakið fari enn vel í ykkur :)
Sigurdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?