17.10.05

grænmetisbelti

Þar sem mér finnst ekki neitt gaman að versla á ég fullt af fötum sem passa mér ekki nógu vel. Eins og til dæmis buxur sem ég keypti þegar við Sigurdís fórum saman í bæinn. (Þetta var alveg rétt hjá þér Sigurdís, þessar buxur eru allt of stórar, og Ólöf, veistu hvað! Brjóstahaldararnir eru líka huge). Svo ég ákvað að kaupa belti til að geta notað þessar buxur eitthvað. Leitaði og leitaði. Fann ekki neitt sem mér leist á. Síðan kom ég niður á truthbelts.com. Þar getur maður keypt svaka hip grænmetisætubelti. Ég keypti einmitt Manhattan belti. Hversu kúl getur eitt belti verið! Hoo-ha, smokin hot klikk kúl.

Comments:
ji minn, þú ættir kannski að eyða einhverjum tíma að versla í matinn muffið mitt, þú virðist vera að tærast upp þarna í landi velmegunarinnar! uss! komdu heim um jólin og ég skal gefa þér kakó með rjóma og konfekt :)
ást og knús
 
mmm, ok. Get ég samt frekar fengið skyr og rúgbrauð með smjöri?
 
allt fyrir þig mín kæra!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?