14.9.05
Góðan daginn!
Og gleðileg jól! Ég er núna (ath tímann!) í skólanum og búin að vera hérna í klukkutíma að vinna og lesa! Fyrir hálf átta var ég mætt. Og þó ég sé búin að vera í hérna í klukkutíma, þá er enginn annar mættur. Alveg ótrúlegt. Ég fór að sofa fyrir miðnætti, aldrei þessu vant, og vaknaði bara klukkan hálf sjö, alveg hrikalega spræk.
Mjög merkilegt, maður fer snemma að sofa => maður vaknar snemma.
Svo ég gat bara borðað morgunmat í róleguheitunum og lesið um það í blaðinu að herra Bush hafi tekið ábyrgð á því hversu illa hjálparstarf gekk í New Orleans. Í blaðinu sá ég einnig svipaða auglýsingu og Íslendingar sendu einu sinni frá sér. Þessi var frá Kuwait um það að það væri þekkt að vinir hjálpuðu vinum, þess vegna ætluðu Kuwaitar að gefa Usa svaka mikinn pening til að aðstoða við enduruppbyggingu NO. Mér finnst það mjög heimskulegt að ráðast í það að endurbyggja þessa borg. Jafn heimskulegt og virkjun jökuláa uppá öræfum. Það þýðir bara ekki mikið fyrir menn að spila við náttúruna, hún hættir ekki fyrr en hún er búin að vinna.
Mjög merkilegt, maður fer snemma að sofa => maður vaknar snemma.
Svo ég gat bara borðað morgunmat í róleguheitunum og lesið um það í blaðinu að herra Bush hafi tekið ábyrgð á því hversu illa hjálparstarf gekk í New Orleans. Í blaðinu sá ég einnig svipaða auglýsingu og Íslendingar sendu einu sinni frá sér. Þessi var frá Kuwait um það að það væri þekkt að vinir hjálpuðu vinum, þess vegna ætluðu Kuwaitar að gefa Usa svaka mikinn pening til að aðstoða við enduruppbyggingu NO. Mér finnst það mjög heimskulegt að ráðast í það að endurbyggja þessa borg. Jafn heimskulegt og virkjun jökuláa uppá öræfum. Það þýðir bara ekki mikið fyrir menn að spila við náttúruna, hún hættir ekki fyrr en hún er búin að vinna.