23.9.05

Föstudagskvöld... best á skrifstofunni

Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög notalegt að vera á skrifstofunni á föstudagskvöldum. Það er svo afslappandi. Maður getur unnið í róleguheitunum. Á daginn er pressa að nýta daginn vel. Sama gildir um flest kvöld. Það er eitthvað sem þarf að gerast. En á föstudagskvöldum, þá er maður fullkomlega afsakaður. Það er valid excuse að gera ekki neitt. Það er föstudagskvöld. Ein mjög sjaldgæf stund þar sem maður hefur engar skyldur. Maður getur bara dúllað sér hægri vinstri. Spáð í eitthvað sem maður hefði annars ekki gefið sér tíma til að spá í. Kannski er eitthvað gott á fóninum. Eitthvað sem minnir mann á liðna tíð. Slökun í hámarki. Og það er akkúrat í þannig hugarástandi sem maður fattar eitthvað og sér eitthvað sem maður sá ekki áður. Alveg áreynslulaust. Nokkuð áreynslulaust. Kannski ekki mjög áreynslulaust... það er óljóst hversu áreynslulaust.

Það er nú reyndar alveg misjafnt hversu mikið maður nennir að vinna á föstudagskvöldum. En stundum, kannski þegar maður er búinn að vera að chilla alla vikuna, þá er það gott. Sigurdís átti ekki orð yfir svefnvenjum grad-nema. Með því síðasta sem ég sagði alltaf á kvöldin var eitthvað á þessa leið "jæja, fáum okkur vatnsglas og síðan skulum við reyna að vakna aðeins fyrr." Síðan byrjuðu menn að skríða frammúr um tíuleytið. Svona er þetta bara í ameríkunni. Chill og huggulegheit út í gegn.

Comments:
ahh, chill og róleghit í n. ameríku, I hear you babe.

quebec er örugglega evrópaskasti staður sem ég hef heimsótt í heiminum. Fyndið að hann er í n ameríku.

kv til illinoise
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?