11.9.05
Cups verkefni ennþa i fullu fjöri
Já, cups er enn við lýði. Eins og glöggir menn muna þá setti ég sex keramik bolla í kaffistofu tölfræðinga í þeirri von að þeir hætti að nota frauðplastsbollana. Þónokkuð af vatni hefur runnið til sjávar síðan það var og tvær mjög markverðar afleiðingar hafa átt sér stað.
Í fyrsta lagi er ég komin með bandamann. Ungur og upprennandi tölfræðingur hefur fundið upp á því að hvetja fólk til að nota keramik bolla. Mér skilst að það hafi byrjað þannig að ungi maðurinn hafi verið að fá sér kaffi með leiðbeinandanum sínum. Leiðbeinandinn fékk sér frauðplastsbolla meðan nemandinn notaði keramik bolla. Hafði nemandinn orð á því að þarna væri boðið upp á margnota bolla, hverjum til yndisauka. Prófessorinn virtist hikandi við að nýta sér einn slíkan. Í annað skipti voru nemandi og prófessor að fá sér kaffi og sama sagan endurtekur sig. Svolítið seinna eiga mennirnir tveir sem við koma þessari sögu fund til að ræða flókin fræði og sér nemandi þá að prófessor er með keramik kaffi bolla á skrifborðinu sínu. Prófessorinn segist þá hafa verið að fá sér kaffi fyrr um daginn og eftir það sem áður hafði á gengið gat hann ekki fengið sig til að nota enn einn frauðplastsbolla.
JIBBÍ!!!! Hluti af takmarki náð!
Í öðru lagi hefur þetta verkefni undið upp á sig. Ég er náttúrulega svona meðalóþolandi umhverfissinni og reyni að spjalla við fólk um rusl og frauðplast við hvert tækifæri. Núna er ungur og upprennandi jarðeðlisfræðingur búinn að taka málin í sínar hendur varðandi pappírsbolla sem jarðeðlisfræði deildin notar óspart. Hann er ekki jafn mínimalískur og ég og pantaði hundrað keramik bolla með merki skólans og nafn deildarinnar á. Ætlar hann að fá deildina til að kaupa bollana en hætta að kaupa pappírs bolla. Ég fylgist spennt og full áhuga með þessu nýja verkefni og kem að sjálfsögðu með nýjustu fréttir beint heim í stofu til þín!
Í fyrsta lagi er ég komin með bandamann. Ungur og upprennandi tölfræðingur hefur fundið upp á því að hvetja fólk til að nota keramik bolla. Mér skilst að það hafi byrjað þannig að ungi maðurinn hafi verið að fá sér kaffi með leiðbeinandanum sínum. Leiðbeinandinn fékk sér frauðplastsbolla meðan nemandinn notaði keramik bolla. Hafði nemandinn orð á því að þarna væri boðið upp á margnota bolla, hverjum til yndisauka. Prófessorinn virtist hikandi við að nýta sér einn slíkan. Í annað skipti voru nemandi og prófessor að fá sér kaffi og sama sagan endurtekur sig. Svolítið seinna eiga mennirnir tveir sem við koma þessari sögu fund til að ræða flókin fræði og sér nemandi þá að prófessor er með keramik kaffi bolla á skrifborðinu sínu. Prófessorinn segist þá hafa verið að fá sér kaffi fyrr um daginn og eftir það sem áður hafði á gengið gat hann ekki fengið sig til að nota enn einn frauðplastsbolla.
JIBBÍ!!!! Hluti af takmarki náð!
Í öðru lagi hefur þetta verkefni undið upp á sig. Ég er náttúrulega svona meðalóþolandi umhverfissinni og reyni að spjalla við fólk um rusl og frauðplast við hvert tækifæri. Núna er ungur og upprennandi jarðeðlisfræðingur búinn að taka málin í sínar hendur varðandi pappírsbolla sem jarðeðlisfræði deildin notar óspart. Hann er ekki jafn mínimalískur og ég og pantaði hundrað keramik bolla með merki skólans og nafn deildarinnar á. Ætlar hann að fá deildina til að kaupa bollana en hætta að kaupa pappírs bolla. Ég fylgist spennt og full áhuga með þessu nýja verkefni og kem að sjálfsögðu með nýjustu fréttir beint heim í stofu til þín!
Comments:
<< Home
Þú stendur þig vel Tinna mín; heimurinn batnandi fer fyrir þitt tilstilli :-) Gaman að heyra af ferðinni og hvað þið hafið notið útiverunnar á ,,thermarest" !
Koss frá Beggu frænku
Skrifa ummæli
Koss frá Beggu frænku
<< Home