23.8.05

Kanó ferð

Það tekur engan endi á það hversu mikið er að gerast hjá okkur í sumar. Á sunnudaginn erum við að fara í kanó ferð, í 4 daga, norður á landamæri BNA og Kanada. Í vötn sem heita Border-Lakes. Við förum fyrst til Minneapolis og fáum að gista hjá foreldrum Angie. Það verður gaman að sjá loksins þessa borg því ég hef séð hana svona milljón sinnum úr lofti en aldrei frá jafnsléttu.

Núna er ég aftur farin að vinna í líkaninu... Það gengur ágætlega. Vantar bara smá stress og tímahrak. Meira hvað maður er eitthvað erfiður.

Comments:
Sæl Tinna mín,

Mikið hljómar þetta allt skemmtilega hjá ykkur. Ég hlakka mikið til að koma í heimsókn. Það er merkilegt hvað er oft mikið meira um að vera hjá manni þegar maður býr í útlöndum. Ég man að þegar ég bjó í Danmörku sem krakki þá voru alltaf einhverjir ættingjar að koma í heimsókn o.s.frv. en svo eftir að maður flutti heim þá sér maður sumt þetta fólk aldrei! Skrýtið.
 
Já, eitt af því sem er alveg frábært við að búa í útlöndum er að maður kynnist vinum og ættingjum miklu betur því það er náttúrulega ekki hægt að kíkja bara í kaffi, maður verður að stoppa í viku. Það er fátt skemmtilegra en þegar fólk kemur í heimsókn.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?