23.8.05
Game of Thrones
Heitir bók sem ég er að lesa þessa dagana og Óli las áður en ég fór að lesa hana. Þetta er fantasíu saga sem þýðir að hún gerist í heimi sem er bara til í mjög ákveðnum skilningi og þar búa hugsanlega líka drekar og galdramenn. Í þessum heimi ríkir árstíð árum saman, en sagan gerist þegar það er búið að vera sumar í tíu ár og núna halda menn að veturinn fari að koma. Aðal söguhetjurnar eru Starka-fjölskyldan en hún býr norðarlega og þekkir kulda og harðindi vel. Winter is coming eru þeirra einkunnarorð.
Ég mæli eindregið með þessari sögu. Hún er spennandi fram yfir öll mörk. Venjulega er ég ekki hrifin af bókum sem Óli mælir með við mig og er þetta fyrsta undantekningin. Hún er mjög vel skrifuð og ég myndi segja að hún sé ekki langt frá því að vera í sama flokki og Hringadróttinssaga. Spil var búið til eftir þessari sögu, sem er í þremur bindum, og ég er orðin frekar spennt fyrir því að spila það.
Ég var að byrja að búa til spilið sem ég fattaði uppá. Síðan nennti ég því ekki lengur því mér sýnist það ekki muni verða neitt sérstaklega skemmtilegt. Eða kannski er bara leiðinlegt að búa það til en skemmtilegt að spila það. Hmm. Ég hafði einhvernveginn ímyndað mér að það yrði svaka skemmtilegt að búa það til. En síðan er það ekki svo.
Ég mæli eindregið með þessari sögu. Hún er spennandi fram yfir öll mörk. Venjulega er ég ekki hrifin af bókum sem Óli mælir með við mig og er þetta fyrsta undantekningin. Hún er mjög vel skrifuð og ég myndi segja að hún sé ekki langt frá því að vera í sama flokki og Hringadróttinssaga. Spil var búið til eftir þessari sögu, sem er í þremur bindum, og ég er orðin frekar spennt fyrir því að spila það.
Ég var að byrja að búa til spilið sem ég fattaði uppá. Síðan nennti ég því ekki lengur því mér sýnist það ekki muni verða neitt sérstaklega skemmtilegt. Eða kannski er bara leiðinlegt að búa það til en skemmtilegt að spila það. Hmm. Ég hafði einhvernveginn ímyndað mér að það yrði svaka skemmtilegt að búa það til. En síðan er það ekki svo.
Comments:
<< Home
ég kláraði að lesa "Enders Game" í annað sinn í gærkvöldi. Það er bók sem fjallar um geiminn og hluti sem gerast þar. Ég er venjulega ekki hrifinn af svoleiðis bókum,en þessi er frábær. Óli gaf mér hana einu sinni. Tilviljun?
Skrifa ummæli
<< Home