29.6.05

Ótrúlegir hlutir gerast í Chicago

Nú á ég ekki orð. Ég er orðin svo voksen. Ég var með tvær samlokur, aðra borðaði ég í skólanum í dag. Hina tók ég með heim. Hún var reyndar vafin í pappír því þetta var subway-samloka. Þegar ég er búin að borða samlokuna meðan ég horfði á "The Real Gilligans Island" þá var smá salat og eitthvað eftir í bréfinu. Og eitt annað líka. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þetta en það var. Baby-kakkalakki.

Ég fríkaði út, aðeins, en núna er allt í lagi. Ég náði bara í ruslafötuna og ýtti öllu saman í hana. Ef ég mætti bara velja eitt sem mér líkar ekki við þá yrði það að vera kakkalakkar. Fullorðnir. Baby eru betri.

Talandi um Gilligans Island, þá er fröken Erica Baywatch skvísa kvikmyndastjarnan. Hún er ekkert smá sæt. Ég var alveg búin að gleyma henni. Hún er bæði sæt og kúl. Way to go þeir sem voru skotnir í henni!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?