9.6.05

Sumarfrí ótrúlegt

Mér finnst eins og ég hafi aldrei áður fengið frí. Mér líður bara þannig. Núna er ég komin í sumarfrí og þessi tilfinning, ég man bara varla eftir henni.

Það er ekkert sem ég þarf að gera fyrir einhvern annan en mig. Auðvitað er 'vinnan' mín reyndar þess eðlis... en ef maður vinnur ekki heimaverkefnin sín, þá getur maður ekki haldið 'vinnunni'. Ég vissi bara ekki hvað ég átti af mér að gera að ég settist niður til að skrifa blogg.

Hmm. Núna er ég búin að því. Aumingja Ólinn minn er að skrifa ritgerð. Henni á að skila um hádegið á morgun og hann hélt að hann myndi vera þangað til að skrifa. Var með fleiri lítra af kóki og RedBull. Svo ég er bara ein heima. Skúbbídú.

Comments:
Aaahhh.... sumarfrí! Bara 3 vikur í mitt fyrsta alvöru sumarfrí ever! Til hamingju með að vera búin í prófum, meiri háttar. Hlakka til að sjá ykkur í haust.
 
til hamingju tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?