5.6.05
Mismunandi bruggaðferðir
Mér finnst mjög merkilegt hvað það hefur mikil áhrif á kaffið hvernig maður bruggar/lagar það. Ég á núna þrjár mismunandi grægur til kaffilögunar. Pressukönnu, ítalska könnu og síðan víetnamískt tæki. Ég nota sömu baunirnar í allar könnurnar en mala þær misfínt. Afurðin er ótrúlega mismunandi.
Pressukannan gefur íslenskasta kaffið. 'Passlega' sterkt, gott, jafnt bragð, ekki og súrt en samt mikið. Ítalska kannan gefur miklu þéttara kaffi, kraftmeira. Víetnamska græjan gefur áhugavert kaffi. Í fyrsta lagi er það svaka sætt því maður setur mikinn sykur en bragðið er líka óvenjulegt, það er mikið kaffi bragð, ekki eitthvað corporate-bragð eða þannig... Ég kann nú eiginlega best við bodum könnuna mína, enda er að lagast kaffi í henni akkúrat núna.
Pressukannan gefur íslenskasta kaffið. 'Passlega' sterkt, gott, jafnt bragð, ekki og súrt en samt mikið. Ítalska kannan gefur miklu þéttara kaffi, kraftmeira. Víetnamska græjan gefur áhugavert kaffi. Í fyrsta lagi er það svaka sætt því maður setur mikinn sykur en bragðið er líka óvenjulegt, það er mikið kaffi bragð, ekki eitthvað corporate-bragð eða þannig... Ég kann nú eiginlega best við bodum könnuna mína, enda er að lagast kaffi í henni akkúrat núna.