4.6.05

Læra fyrir próf...

Jamm, það eru að koma próf. Ég nenni alls ekki að rifja upp fyrir þau. Það er jú komið sumar.

Ég hef svosem ekki yfir neinu að kvarta. Í gær fórum við með gesta-fyrirlesarann á svaka fínan sushi veitingastað. Allir prófessorarnir voru eitthvað voða mikið uppteknir svo við nemendurnir skipulögðum bara kvöldverð án þeirra. Við vorum spenntust yfir því að nýta það út í ystu æsar að vera með engar hömlur á fjárútlátunum. Japanir eru nú snillingar þegar kemur að matargerð. Ég held ég muni aldrei gleyma þessari máltíð. Það besta var ígulkerið. Uni. Maður skynjar fjöruna, sjávarþorpið, lífriki sjávar og allt hafið í þessum bita. Alveg ótrúleg upplifun.

Í dag fórum við Sarah saman á bónda markaðinn og keyptum lífrænt ræktað grænmeti, ég keypti líka hveitiklíð og einhverskonar fræ. Get ekki beðið eftir því að vera búin í þessum prófum. Þá hefst sko tilraunastarfsemi fyrir alvöru. Ég er líka með heilmargar hugmyndir sem ég ætla að reyna að framkvæma í sumar. Ein þeirra er spil. Um daginn sló eldingu niður í mér og ég fékk þrusu hugmynd að spili. Í sumar er hugmyndin að reyna að búa það til og sjá hvort það virki. Óli er tuner-inn. Síðan vantar mig bara útgefanda. Er einhver sem les þetta blogg hugsanlega spilaútgefandi?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?