16.6.05
Klifurferð Kentucky - Very nice
Klifurferðin til Kentucky gekk stórvel. Við lentum reyndar í stormi og ég ofreyndi mig en þrátt fyrir það var algjört æði að komast frá Chicago í náttúruna að klifra. Hérna er mynd af mér að klifra brautina sem síðan gerði útaf við mig. Þetta er allt of erfið braut fyrir okkur en við hittum stráka sem voru að klifra hana og buðust til að setja upp fyrir okkur reipið, og við gátum ekki annað en þegið það, þannig að þá gátum við ekki annað en reynt við hana og síðan þegar Óli var búinn að komast alla leið þá var ekki annað í spilinu fyrir mig en að komast upp líka. Þó að það tæki mig klukkutíma og alla þá orku sem ég hafði fengið úr Kentucky náttúrunni.