5.6.05
Gaspacho
Hér í Chicago er farið að hitna all óþægilega. Það kemur ekki að sök fyrir mig því ég á svo myndarlegan eiginmann sem eldar Gaspacho á tímum sem þessum. Tvö tonn af grænmeti saxað smátt og súpan er til. Alveg himneskt.
Í Hyde Park stendur núna yfir listahátíð. Fullt fullt af listamönnum og handverksfólki er með bás og það úfir og grúfir af fólki fyrir utan húsið okkar. Það er mjög góð stemmning og ég keypti meira að segja eina sleif í gær. Hún er úr eik og pússuð mjög mjög vel.
Í Hyde Park stendur núna yfir listahátíð. Fullt fullt af listamönnum og handverksfólki er með bás og það úfir og grúfir af fólki fyrir utan húsið okkar. Það er mjög góð stemmning og ég keypti meira að segja eina sleif í gær. Hún er úr eik og pússuð mjög mjög vel.